Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2019 06:15 Munnleg skýrsla forsætisráðherra um úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara í Landsrétt. Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar þingsins. Nefndin telur Björn Leví Gunnarsson hins vegar ekki brotlegan við reglurnar en Ásmundur kvartaði til forsætisnefndar vegna ummæla þeirra beggja vegna endurgreiðslna samkvæmt akstursdagbók hans. Ummæli Sunnu sem álit siðanefndarinnar tekur til féllu meðal annars í umræðuþættinum Silfrinu sunnudaginn 25. febrúar 2018 þar sem Sunna kvartaði undan því að hvorki ráðherrar né þingmenn væru látnir sæta ábyrgð. „Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum,“ sagði Þórhildur Sunna meðal annars við það tilefni. „Miðað við allt sem á undan er gengið ætti kannski ekki að koma mér á óvart að ég skuli vera fyrsti þingmaður Íslands til að teljast hafa brotið siðareglur þingsins. Jafnvel þótt sakir mínar felist í því að óska eftir auknu gegnsæi um fríðindi þingmanna og kalla eftir rannsókn á því sem öllum sem kynntu sér málið hlaut að vera ljóst. Að eitthvað væri bogið við endurgreiðslurnar,“ segir Þórhildur Sunna um álit siðanefndarinnar. Hún segir kaldhæðnislegt að siðanefndin telji hana hafa brotið gegn ákvæði um að alþingismenn skuli rækja starf sitt af ábyrgð, heilindum og heiðarleika. „Ég taldi mig einmitt vera að rækja þessar skyldur með því að kalla eftir rannsókn á þessum endurgreiðslum og er kannski mest hissa á að slík rannsókn hafi ekki enn átt sér stað,“ segir Sunna og bætir við: „En með þessari túlkun nefndarinnar á siðareglunum er í rauninni verið að festa í sessi það samtryggingarkerfi stjórnmálamanna sem á stóran þátt í því að traust á stjórnmálum er enn við frostmark.“Forsætisnefnd á síðasta orðið Þórhildur Sunna segir málið á borði forsætisnefndar sem hittist að jafnaði á mánudögum. Hún segir varasamt að nota siðareglurnar til að þagga niður í þingmönnum og gagnrýni þeirra. „Ákveði forsætisnefnd að gera álit siðanefndar að sínu hefði það verulega vond áhrif fyrir tjáningarfrelsi þingmanna. Þegar það er orðið alvarlegra að kalla eftir rannsókn á meintri sjálftöku en taka þátt í henni, þá er nú fokið í flest skjól,“ segir Þórhildur Sunna og lætur þess getið að hún muni óska eftir því við forsætisnefnd að málið fái endurskoðun hjá siðanefndinni á grundvelli greinargerðar sem hún hyggst senda forsætisnefnd. Að mati siðanefndarinnar gerðist Sunna brotleg við annars vegar ákvæði 1 og c liðar 5. gr. siðareglnanna sem kveða á um að alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni; og hins vegar við 7. gr. sem segir að þingmenn skuli í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu. Umfjöllun nefndarinnar beinist einna helst að notkun Sunnu á hugtakinu rökstuddur grunur í ummælum sínum um þörf fyrir rannsókn á meintu refsiverðu athæfi Ásmundar Friðrikssonar og mati á því hvort hún hefði notað hugtakið í lögfræðilegri merkingu þess. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir áþreifanlegum upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Slíkt hefur óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis.“ Þórhildur Sunna segir að það orki tvímælis að komast að þeirri niðurstöðu að um órökstudda aðdróttun sé að ræða án þess þó að kanna sannleiksgildi orðanna. „Ég mun senda inn greinargerð til forsætisnefndar og andmæla því sérstaklega að þetta hafi ekkert með sannleiksgildi orða minna að gera. Ég mun fara fram á að forsætisnefnd vísi málinu aftur til siðanefndar til frekari meðferðar með vísan til greinargerðar minnar,“ segir Þórhildur Sunna.Sannleiksgildið ekki skoðað Þórhildi Sunnu og Birni Leví var gefinn kostur á að senda siðanefnd athugasemdir vegna umfjöllunar nefndarinnar og í greinargerð þeirra er lögð áhersla á að skoða verði ummæli þeirra heildstætt og umfram allt að mat verði lagt á sannleiksgildi þeirra. Vísa þau til meginreglunnar um vítaleysi sannra ummæla og telja að ekki sé unnt að ákveða hvort ummælin séu brot á siðareglum nema ganga úr skugga um hvort þau eru sönn eða ósönn. Forsætisnefnd féllst ekki á þetta og í erindisbréfi til siðanefndarinnar afmarkar forsætisnefnd beiðni um álit við ummælin sjálf og tekur sérstaklega fram í erindisbréfi til siðanefndarinnar að hvorki siðareglur né málsmeðferðarreglur geri ráð fyrir umfjöllun um sannleiksgildi orðanna. Björn Leví hafði áður en til kvörtunar Ásmundar kom, sent forsætisnefnd erindi og óskað eftir því að rannsakað yrði hvort færslur Ásmundar í akstursdagbók gætu falið í sér brot á siðareglum þingsins, einkum 15. gr. sem kveður á um að þingmenn skuli sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál. Forsætisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu komið fram upplýsingar eða gögn sem sýndu fram á grun um refsiverða háttsemi Ásmundar Friðrikssonar og var máli Ásmundar ekki vísað til siðanefndar Alþingis.Lögðust gegn frávísun málsins Af gögnum málsins sem Fréttablaðið hefur undir höndum má sjá að forsætisnefnd íhugaði að vísa málinu frá á þeim grundvelli að um meint brot á lagareglum væri að ræða sem bera mætti undir úrskurð stjórnvalda eða dómstóla. Í greinargerð Þórhildar Sunnu og Björns Leví var hins vegar lögð áhersla á að málinu yrði ekki vísað frá á þeim grundvelli enda kynni það að skapa óheppilega venju. „Mun slík venja leiða bæði til þess að mjög lítill hluti mála á möguleika á efnislegri meðferð og að öllum alvarlegustu brotunum verði vísað frá,“ segir í erindi þingmannanna. Akstur Ásmundar Friðrikssonar Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis um akstur þingmanna ekur Ásmundur Friðriksson langmest allra þingmanna. Endurgreiðslur til hans á árinu 2017 námu 4,6 milljónum eða að jafnaði 385 þúsund krónum á mánuði. Um var að ræða endurgreiðslur vegna 47.644 kílómetra sem Ásmundur skráði í akstursdagbók sína umrætt ár. Kílómetrafjöldinn jafngildir 35 ferðum hringinn í kringum landið. Uppvíst varð um endurgreiðslu sem Ásmundur fékk frá Alþingi vegna ferðar sem hann fór með upptökufólki á vegum sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. Ásmundur gekkst við því í viðtali í Kastljósi að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum með tökufólki ÍNN. Endurgreiddi hans svo þinginu 187 þúsund krónur sem hann hafði fengið vegna umræddrar ferðar.Norskur þingmaður til rannsóknar Nýverið var greint frá því að norska þingið hefur óskað eftir lögreglurannsókn á meintum fjárdrætti þingkonu verkamannaflokksins en talið er að hún hafi krafist hærri greiðslna frá þinginu fyrir ferðakostnað en efni stóðu til en upphæðin sem um ræðir nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Þingkonan gat ekki gert grein fyrir tæpum fjögur þúsund eknum kílómetrum sem hún krafðist endurgreiðslu fyrir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar þingsins. Nefndin telur Björn Leví Gunnarsson hins vegar ekki brotlegan við reglurnar en Ásmundur kvartaði til forsætisnefndar vegna ummæla þeirra beggja vegna endurgreiðslna samkvæmt akstursdagbók hans. Ummæli Sunnu sem álit siðanefndarinnar tekur til féllu meðal annars í umræðuþættinum Silfrinu sunnudaginn 25. febrúar 2018 þar sem Sunna kvartaði undan því að hvorki ráðherrar né þingmenn væru látnir sæta ábyrgð. „Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum,“ sagði Þórhildur Sunna meðal annars við það tilefni. „Miðað við allt sem á undan er gengið ætti kannski ekki að koma mér á óvart að ég skuli vera fyrsti þingmaður Íslands til að teljast hafa brotið siðareglur þingsins. Jafnvel þótt sakir mínar felist í því að óska eftir auknu gegnsæi um fríðindi þingmanna og kalla eftir rannsókn á því sem öllum sem kynntu sér málið hlaut að vera ljóst. Að eitthvað væri bogið við endurgreiðslurnar,“ segir Þórhildur Sunna um álit siðanefndarinnar. Hún segir kaldhæðnislegt að siðanefndin telji hana hafa brotið gegn ákvæði um að alþingismenn skuli rækja starf sitt af ábyrgð, heilindum og heiðarleika. „Ég taldi mig einmitt vera að rækja þessar skyldur með því að kalla eftir rannsókn á þessum endurgreiðslum og er kannski mest hissa á að slík rannsókn hafi ekki enn átt sér stað,“ segir Sunna og bætir við: „En með þessari túlkun nefndarinnar á siðareglunum er í rauninni verið að festa í sessi það samtryggingarkerfi stjórnmálamanna sem á stóran þátt í því að traust á stjórnmálum er enn við frostmark.“Forsætisnefnd á síðasta orðið Þórhildur Sunna segir málið á borði forsætisnefndar sem hittist að jafnaði á mánudögum. Hún segir varasamt að nota siðareglurnar til að þagga niður í þingmönnum og gagnrýni þeirra. „Ákveði forsætisnefnd að gera álit siðanefndar að sínu hefði það verulega vond áhrif fyrir tjáningarfrelsi þingmanna. Þegar það er orðið alvarlegra að kalla eftir rannsókn á meintri sjálftöku en taka þátt í henni, þá er nú fokið í flest skjól,“ segir Þórhildur Sunna og lætur þess getið að hún muni óska eftir því við forsætisnefnd að málið fái endurskoðun hjá siðanefndinni á grundvelli greinargerðar sem hún hyggst senda forsætisnefnd. Að mati siðanefndarinnar gerðist Sunna brotleg við annars vegar ákvæði 1 og c liðar 5. gr. siðareglnanna sem kveða á um að alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni; og hins vegar við 7. gr. sem segir að þingmenn skuli í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu. Umfjöllun nefndarinnar beinist einna helst að notkun Sunnu á hugtakinu rökstuddur grunur í ummælum sínum um þörf fyrir rannsókn á meintu refsiverðu athæfi Ásmundar Friðrikssonar og mati á því hvort hún hefði notað hugtakið í lögfræðilegri merkingu þess. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir áþreifanlegum upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Slíkt hefur óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis.“ Þórhildur Sunna segir að það orki tvímælis að komast að þeirri niðurstöðu að um órökstudda aðdróttun sé að ræða án þess þó að kanna sannleiksgildi orðanna. „Ég mun senda inn greinargerð til forsætisnefndar og andmæla því sérstaklega að þetta hafi ekkert með sannleiksgildi orða minna að gera. Ég mun fara fram á að forsætisnefnd vísi málinu aftur til siðanefndar til frekari meðferðar með vísan til greinargerðar minnar,“ segir Þórhildur Sunna.Sannleiksgildið ekki skoðað Þórhildi Sunnu og Birni Leví var gefinn kostur á að senda siðanefnd athugasemdir vegna umfjöllunar nefndarinnar og í greinargerð þeirra er lögð áhersla á að skoða verði ummæli þeirra heildstætt og umfram allt að mat verði lagt á sannleiksgildi þeirra. Vísa þau til meginreglunnar um vítaleysi sannra ummæla og telja að ekki sé unnt að ákveða hvort ummælin séu brot á siðareglum nema ganga úr skugga um hvort þau eru sönn eða ósönn. Forsætisnefnd féllst ekki á þetta og í erindisbréfi til siðanefndarinnar afmarkar forsætisnefnd beiðni um álit við ummælin sjálf og tekur sérstaklega fram í erindisbréfi til siðanefndarinnar að hvorki siðareglur né málsmeðferðarreglur geri ráð fyrir umfjöllun um sannleiksgildi orðanna. Björn Leví hafði áður en til kvörtunar Ásmundar kom, sent forsætisnefnd erindi og óskað eftir því að rannsakað yrði hvort færslur Ásmundar í akstursdagbók gætu falið í sér brot á siðareglum þingsins, einkum 15. gr. sem kveður á um að þingmenn skuli sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál. Forsætisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu komið fram upplýsingar eða gögn sem sýndu fram á grun um refsiverða háttsemi Ásmundar Friðrikssonar og var máli Ásmundar ekki vísað til siðanefndar Alþingis.Lögðust gegn frávísun málsins Af gögnum málsins sem Fréttablaðið hefur undir höndum má sjá að forsætisnefnd íhugaði að vísa málinu frá á þeim grundvelli að um meint brot á lagareglum væri að ræða sem bera mætti undir úrskurð stjórnvalda eða dómstóla. Í greinargerð Þórhildar Sunnu og Björns Leví var hins vegar lögð áhersla á að málinu yrði ekki vísað frá á þeim grundvelli enda kynni það að skapa óheppilega venju. „Mun slík venja leiða bæði til þess að mjög lítill hluti mála á möguleika á efnislegri meðferð og að öllum alvarlegustu brotunum verði vísað frá,“ segir í erindi þingmannanna. Akstur Ásmundar Friðrikssonar Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis um akstur þingmanna ekur Ásmundur Friðriksson langmest allra þingmanna. Endurgreiðslur til hans á árinu 2017 námu 4,6 milljónum eða að jafnaði 385 þúsund krónum á mánuði. Um var að ræða endurgreiðslur vegna 47.644 kílómetra sem Ásmundur skráði í akstursdagbók sína umrætt ár. Kílómetrafjöldinn jafngildir 35 ferðum hringinn í kringum landið. Uppvíst varð um endurgreiðslu sem Ásmundur fékk frá Alþingi vegna ferðar sem hann fór með upptökufólki á vegum sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. Ásmundur gekkst við því í viðtali í Kastljósi að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum með tökufólki ÍNN. Endurgreiddi hans svo þinginu 187 þúsund krónur sem hann hafði fengið vegna umræddrar ferðar.Norskur þingmaður til rannsóknar Nýverið var greint frá því að norska þingið hefur óskað eftir lögreglurannsókn á meintum fjárdrætti þingkonu verkamannaflokksins en talið er að hún hafi krafist hærri greiðslna frá þinginu fyrir ferðakostnað en efni stóðu til en upphæðin sem um ræðir nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Þingkonan gat ekki gert grein fyrir tæpum fjögur þúsund eknum kílómetrum sem hún krafðist endurgreiðslu fyrir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira