Innleiðum ekki gamla tíma Orri Hauksson skrifar 17. maí 2019 08:00 Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar