Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:30 Enn á eftir að taka skýrslu af ökumanni bílsins. Vísir/Vilhelm Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira