Alltaf segja nei nema það sé JÁ! Kolbeinn Marteinsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Derek Sivers er maður að mínu skapi en hann seldi fyrirtæki sitt fyrir tugi milljónir dollara og gaf hagnaðinn til mannúðarmála. Hann skrifaði einnig grein sem hefur haft mikil áhrif á mig og ég hef reynt að lifa eftir, þ.e. þegar ég man eftir því. Boðskapur Sivers er eftirfarandi: Ef þér líður eins og þú eigir aldrei neinn lausan tíma vegna skuldbindinga, sem yfirleitt taka miklu meiri tíma en þú áætlar, og að þú sért alltof oft upptekinn, þá skaltu einfaldlega segja nei við sem flestu ef svarið er ekki „JÁ!“ (Hell Yeah). Þegar við erum beðin um að skuldbinda okkur og gefa af verðmætum tíma okkar en við finnum ekki tafarlaust fyrir brennandi ástríðu og tilhlökkun þá eigum við að segja „nei“. Það er fyrst þegar við erum búin að segja nei nógu oft að við fáum allt í einu tíma til að einhenda okkur í að gera hluti sem bara er hægt að svara með „JÁ!“. Þannig verður líf okkar miklu innihaldsríkara og við förum betur með þau takmörkuðu verðmæti sem tími okkar er. Ég hef reynt að lifa eftir þessu mottói en viðurkenni að það gleymist reglulega og ég man það þá alltof seint. Mér tókst þó um daginn að lifa af nokkra daga þar sem ég sagði „nei“ við nánast öllu. Á húsfundi: „Kolbeinn vilt þú vera gjaldkeri í húsfélaginu?“ Nei. „En þá þarftu að vera ritari?“ Nei. Facebook-skilaboð: „Ertu ekki til í að koma í undirbúningsnefnd fyrir endurfundi úr grunnskóla?“ Nei. Og svona gekk þetta með enn fleiri neitunum. Og allt í einu átti ég góðan tíma aflögu til að gera eitthvað merkilegt! Þá átti ég samtal við Fréttablaðið út af vinnunni. „Kolbeinn, ertu til í að skrifa Bakþanka í blaðið?“ JÁ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Derek Sivers er maður að mínu skapi en hann seldi fyrirtæki sitt fyrir tugi milljónir dollara og gaf hagnaðinn til mannúðarmála. Hann skrifaði einnig grein sem hefur haft mikil áhrif á mig og ég hef reynt að lifa eftir, þ.e. þegar ég man eftir því. Boðskapur Sivers er eftirfarandi: Ef þér líður eins og þú eigir aldrei neinn lausan tíma vegna skuldbindinga, sem yfirleitt taka miklu meiri tíma en þú áætlar, og að þú sért alltof oft upptekinn, þá skaltu einfaldlega segja nei við sem flestu ef svarið er ekki „JÁ!“ (Hell Yeah). Þegar við erum beðin um að skuldbinda okkur og gefa af verðmætum tíma okkar en við finnum ekki tafarlaust fyrir brennandi ástríðu og tilhlökkun þá eigum við að segja „nei“. Það er fyrst þegar við erum búin að segja nei nógu oft að við fáum allt í einu tíma til að einhenda okkur í að gera hluti sem bara er hægt að svara með „JÁ!“. Þannig verður líf okkar miklu innihaldsríkara og við förum betur með þau takmörkuðu verðmæti sem tími okkar er. Ég hef reynt að lifa eftir þessu mottói en viðurkenni að það gleymist reglulega og ég man það þá alltof seint. Mér tókst þó um daginn að lifa af nokkra daga þar sem ég sagði „nei“ við nánast öllu. Á húsfundi: „Kolbeinn vilt þú vera gjaldkeri í húsfélaginu?“ Nei. „En þá þarftu að vera ritari?“ Nei. Facebook-skilaboð: „Ertu ekki til í að koma í undirbúningsnefnd fyrir endurfundi úr grunnskóla?“ Nei. Og svona gekk þetta með enn fleiri neitunum. Og allt í einu átti ég góðan tíma aflögu til að gera eitthvað merkilegt! Þá átti ég samtal við Fréttablaðið út af vinnunni. „Kolbeinn, ertu til í að skrifa Bakþanka í blaðið?“ JÁ!
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun