Landráðamaður, þjóðernissinni eða hálfviti? Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 16. maí 2019 08:00 Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar