Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Heiðar Guðjónsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. Allt er gott um það mál að segja því innleiðing á tilskipun ESB mun minnka sóun og auka hraða í uppbyggingu fjarskiptakerfa. Hins vegar hefur Síminn komið með breytingartillögu við málið sem þingmenn þurfa núna að taka afstöðu til. Allir sem sent hafa inn umsagnir um tilskipun ESB eru á einu máli, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið, Reykjavíkurborg og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Allir nema Síminn. Síminn vill láta breyta tilskipun ESB, sem getur skapað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu, þannig að fyrirtækið hafi aðgang að kerfum Gagnaveitu Reykjavíkur þegar það kýs. Efnislega væri með þessu verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Þetta er í beinni andstöðu við allt það sem markaðsaðilar segja, eftirlitsaðilar og þeir sem sérfróðir eru á markaði. Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði? Svarið kemur í ljós á næstu dögum þegar málið verður afgreitt úr nefndinni, annaðhvort eftir forskrift ESB og allra aðila sem láta sig málið varða eða eftir hentugleika eins fyrirtækis, Símans. Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Heiðar Guðjónsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. Allt er gott um það mál að segja því innleiðing á tilskipun ESB mun minnka sóun og auka hraða í uppbyggingu fjarskiptakerfa. Hins vegar hefur Síminn komið með breytingartillögu við málið sem þingmenn þurfa núna að taka afstöðu til. Allir sem sent hafa inn umsagnir um tilskipun ESB eru á einu máli, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið, Reykjavíkurborg og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Allir nema Síminn. Síminn vill láta breyta tilskipun ESB, sem getur skapað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu, þannig að fyrirtækið hafi aðgang að kerfum Gagnaveitu Reykjavíkur þegar það kýs. Efnislega væri með þessu verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Þetta er í beinni andstöðu við allt það sem markaðsaðilar segja, eftirlitsaðilar og þeir sem sérfróðir eru á markaði. Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði? Svarið kemur í ljós á næstu dögum þegar málið verður afgreitt úr nefndinni, annaðhvort eftir forskrift ESB og allra aðila sem láta sig málið varða eða eftir hentugleika eins fyrirtækis, Símans. Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar