Framkvæmdastjóri Eurovision gerði úttekt á Kórnum og Egilshöll í vor Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 17:09 Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision. Vísir/EPA Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision kom hingað til lands í vor og skoðaði Kórinn og Egilshöll sem vænlegt húsnæði undir keppnina, kæmi til þess að Ísland bæri sigur úr býtum. Sand lagði blessun sína yfir umrædda staði, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrárdeildar Ríkisútvarpsins, og telur að Ísland geti vel haldið Eurovision.Ábyrgðarlaust að taka þátt ef við gætum ekki haldið keppnina Skarphéðinn ræddi söngkeppnina, sem fer nú fram í Tel Aviv í Ísrael, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. Ísland komst áfram í aðalkeppnina á fyrra undankvöldi Eurovision í gær, í fyrsta sinn í fimm ár, og benda helstu spár til þess að hljómsveitinni Hatara muni farnast töluvert betur í keppninni en fulltrúum síðustu ára.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÞeir allra bjartsýnustu búast jafnvel við sigri Hatara í Eurovision í ár. Skarphéðinn segir Ísland vel geta haldið keppnina – annars væri raunar fullkomlega ábyrgðarlaust að taka þátt í henni. „Við erum með ákveðið aðgerðarplan sem segir til um það, sem svarar spurningunni Hvað ef? Hvað gerum við þá? Hvað fer í gang? Við teljum okkur vera með ákveðið plan í gangi,“ segir Skarphéðinn. „Við höfum gert á þessu ákveðna úttekt og teljum okkur vera fullkomlega í stakk búin til að gera það. Og höfum átt í samtölum við forsvarsmenn keppninnar, markvisst með þetta í huga að geta brugðist við þessum aðstæðum, sem einhvern veginn virðast nær núna en oft áður.“Blaðamannahöll og búningaaðstaða skilyrði Tæknilega hlið keppninnar verði jafnframt ekki vandamál, stærri spurningin lúti að húsnæðinu sem uppfylla þurfi ýmis skilyrði. „Við höfum alveg gert úttekt á þessu og það eru nokkur sem koma til greina. Það eru augljósir kostir, það er Kórinn í Kópavogi, það er Egilshöllin og það eru þessar stærri íþróttahallir,“ segir Skarphéðinn.Skarphéðinn segir Jon Ola Sand hafa hrifist mjög af atriði Hatara. Hér má sjá sveitina á Eurovision-sviðinu í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty„Þetta snýst fyrst og fremst um stærð hússins og í rauninni svæðið í kring því það er alveg ljóst að þetta er svolítið fyrirferðarmikið allt þarna í kring það þarf að gera ráð fyrir blaðamannahöll og búningaaðstöðu fyrir alla.“ Inntur eftir því hvað herlegheitin myndu kosta, og þá hvort Íslendingar og RÚV gætu staðið undir slíkum kostnaði, segir Skarphéðinn að of snemmt sé að segja til um verðmiðann. Keppnin gæti þó farið fram. „Það ætti að vera hægt að halda þessa keppni þannig, með þeim árangri sem aðrir eru að gera. Ef vel verður haldið á spöðunum þá ætti þetta að geta komið út nokkurn veginn á sléttu.“Það rúmast ýmislegt í Egilshöll, jafnvel Eurovision.Vísir/EgillNotuðu tækifærið og skoðuðu aðstæður Þá staðfestir Skarphéðinn að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri til Eurovision, hafi skoðað vænlegt húsnæði undir keppnina þegar honum var boðið til Íslands að vera viðstaddur úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í mars. Hann hafi verið afar hrifinn af Hatara – og jákvæður í garð húsakostsins. „Þetta er svo sem ekkert launungamál að Jon Ola Sand frá EBU kom og heimsótti okkur í vetur,“ segir Skarphéðinn. „Við buðum honum til að vera með okkur þegar við héldum söngkeppnina og hann þáði það boð og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og könnuðum aðstæður. Og hann skoðaði þessar aðstæður, Kórinn og Egilshöll og fleiri staði, og það var ekki að sjá annað af hans viðbrögðum en að hann mæti það sem svo að við gætum hæglega haldið þessa keppni.“Viðtalið við Skarphéðinn má hlusta á í heild hér að neðan. Eurovision Kópavogur Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00 Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision kom hingað til lands í vor og skoðaði Kórinn og Egilshöll sem vænlegt húsnæði undir keppnina, kæmi til þess að Ísland bæri sigur úr býtum. Sand lagði blessun sína yfir umrædda staði, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrárdeildar Ríkisútvarpsins, og telur að Ísland geti vel haldið Eurovision.Ábyrgðarlaust að taka þátt ef við gætum ekki haldið keppnina Skarphéðinn ræddi söngkeppnina, sem fer nú fram í Tel Aviv í Ísrael, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. Ísland komst áfram í aðalkeppnina á fyrra undankvöldi Eurovision í gær, í fyrsta sinn í fimm ár, og benda helstu spár til þess að hljómsveitinni Hatara muni farnast töluvert betur í keppninni en fulltrúum síðustu ára.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÞeir allra bjartsýnustu búast jafnvel við sigri Hatara í Eurovision í ár. Skarphéðinn segir Ísland vel geta haldið keppnina – annars væri raunar fullkomlega ábyrgðarlaust að taka þátt í henni. „Við erum með ákveðið aðgerðarplan sem segir til um það, sem svarar spurningunni Hvað ef? Hvað gerum við þá? Hvað fer í gang? Við teljum okkur vera með ákveðið plan í gangi,“ segir Skarphéðinn. „Við höfum gert á þessu ákveðna úttekt og teljum okkur vera fullkomlega í stakk búin til að gera það. Og höfum átt í samtölum við forsvarsmenn keppninnar, markvisst með þetta í huga að geta brugðist við þessum aðstæðum, sem einhvern veginn virðast nær núna en oft áður.“Blaðamannahöll og búningaaðstaða skilyrði Tæknilega hlið keppninnar verði jafnframt ekki vandamál, stærri spurningin lúti að húsnæðinu sem uppfylla þurfi ýmis skilyrði. „Við höfum alveg gert úttekt á þessu og það eru nokkur sem koma til greina. Það eru augljósir kostir, það er Kórinn í Kópavogi, það er Egilshöllin og það eru þessar stærri íþróttahallir,“ segir Skarphéðinn.Skarphéðinn segir Jon Ola Sand hafa hrifist mjög af atriði Hatara. Hér má sjá sveitina á Eurovision-sviðinu í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty„Þetta snýst fyrst og fremst um stærð hússins og í rauninni svæðið í kring því það er alveg ljóst að þetta er svolítið fyrirferðarmikið allt þarna í kring það þarf að gera ráð fyrir blaðamannahöll og búningaaðstöðu fyrir alla.“ Inntur eftir því hvað herlegheitin myndu kosta, og þá hvort Íslendingar og RÚV gætu staðið undir slíkum kostnaði, segir Skarphéðinn að of snemmt sé að segja til um verðmiðann. Keppnin gæti þó farið fram. „Það ætti að vera hægt að halda þessa keppni þannig, með þeim árangri sem aðrir eru að gera. Ef vel verður haldið á spöðunum þá ætti þetta að geta komið út nokkurn veginn á sléttu.“Það rúmast ýmislegt í Egilshöll, jafnvel Eurovision.Vísir/EgillNotuðu tækifærið og skoðuðu aðstæður Þá staðfestir Skarphéðinn að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri til Eurovision, hafi skoðað vænlegt húsnæði undir keppnina þegar honum var boðið til Íslands að vera viðstaddur úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í mars. Hann hafi verið afar hrifinn af Hatara – og jákvæður í garð húsakostsins. „Þetta er svo sem ekkert launungamál að Jon Ola Sand frá EBU kom og heimsótti okkur í vetur,“ segir Skarphéðinn. „Við buðum honum til að vera með okkur þegar við héldum söngkeppnina og hann þáði það boð og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og könnuðum aðstæður. Og hann skoðaði þessar aðstæður, Kórinn og Egilshöll og fleiri staði, og það var ekki að sjá annað af hans viðbrögðum en að hann mæti það sem svo að við gætum hæglega haldið þessa keppni.“Viðtalið við Skarphéðinn má hlusta á í heild hér að neðan.
Eurovision Kópavogur Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00 Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00
Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21
Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03