Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 15:11 Maðurinn var sólginn í flug WOW Air til Bandaríkjanna. Fréttablaðið/Ernir Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira