Höfnum ekki sársaukanum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 15. maí 2019 07:00 Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun