Lokaorðið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun