Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. Skipin eru sögð nokkuð löskuð en annað þeirra var á leið að sækja olíu sem átti að sigla með til Bandaríkjanna.
Bandaríkjamenn hafa nýlega aukið verulega við herlið sitt á svæðinu og hafa gefið úr viðvaranir til sjófarenda. Bandaríkjamenn segja líklegt að Íranir eða leppar þeirra muni ráðast gegn sjófarendum á svæðinu.
Íranska utanríkisráðuneytið krefst þess hins vegar að Sádar útskýri almennilega hvað þarna gekk á og hverskyns skemmdarverk hafi verið um að ræða. Þá var varað við því að erlendir aðilar reyni að stofna til illinda á milli ríkja við Persaflóann.
Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
