Flugviskubit Guðmundur Brynjólfsson skrifar 13. maí 2019 08:00 Það má vera öllum ljóst hvaða fólk það er sem á að vera með stöðugt „flugviskubit“ eða þjakað af „flugskömm“ – það er skríllinn. Ég og þú. Hin, þessi góðu sem í löngu máli og flúruðu segja okkur frá loftslagsvandanum, ætla sér ekki að fljúga neitt minna en þau hafa gert hingað til. Nei, þau ætla heldur að bæta í. Þannig flaug starfsfólk Umhverfisstofnunar helmingi fleiri ferðir til útlanda í fyrra en árið 2015. Sú sem stýrir því batteríi (gott orð batterí í þessu samhengi) segir að þau vilji endilega fljúga minna. En samt ætla starfsmenn hennar alls ekki að fljúga minna á þessu ári, heldur meira. Starfsmennirnir flugu 150 ferðir í fyrra. En ég má skammast mín. Ég flýg til útlanda tvisvar til þrisvar á ári hverju. Enda er ég skepna. Ég er skepna og umhverfisóþverri líkt og NATO-flugvélarnar sem hér æfa í boði Vinstri grænna (alveg sérstaklega) og hinna orkupakkanna í ríkisstjórninni. Hér spúa NATO-flugvélar eldi og brennisteini en það talar ekki nokkur maður um hvað það sé á við margar ferðir til Tenerife. Það er bara talað um mengun Tenerife-ferða þegar óbreytt alþýðufólk ætlar sér þangað í langþráð frí – það má skammast sín. Og öfugmælavísnasmiðirnir sem öllu ráða sjá ofsjónum yfir því að fólk fer í helgarferðir til Dublin eða Hamborgar, við þessi venjulegu, en vilja um leið endilega fjölga ferðamönnum og „vinna markvisst að því“ – líklega eiga þeir ferðamenn að koma fótgangandi. Kannski eru bundnar vonir við að þeir geti síðar komið í gegnum sæstreng. En auðvitað bara með því skilyrði að Alþingi samþykki þá gjörð. En samþykktir Alþingis eru einhver mesta hindrun sem hægt er að hugsa sér. Gott dæmi þar um eru smálánafyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það má vera öllum ljóst hvaða fólk það er sem á að vera með stöðugt „flugviskubit“ eða þjakað af „flugskömm“ – það er skríllinn. Ég og þú. Hin, þessi góðu sem í löngu máli og flúruðu segja okkur frá loftslagsvandanum, ætla sér ekki að fljúga neitt minna en þau hafa gert hingað til. Nei, þau ætla heldur að bæta í. Þannig flaug starfsfólk Umhverfisstofnunar helmingi fleiri ferðir til útlanda í fyrra en árið 2015. Sú sem stýrir því batteríi (gott orð batterí í þessu samhengi) segir að þau vilji endilega fljúga minna. En samt ætla starfsmenn hennar alls ekki að fljúga minna á þessu ári, heldur meira. Starfsmennirnir flugu 150 ferðir í fyrra. En ég má skammast mín. Ég flýg til útlanda tvisvar til þrisvar á ári hverju. Enda er ég skepna. Ég er skepna og umhverfisóþverri líkt og NATO-flugvélarnar sem hér æfa í boði Vinstri grænna (alveg sérstaklega) og hinna orkupakkanna í ríkisstjórninni. Hér spúa NATO-flugvélar eldi og brennisteini en það talar ekki nokkur maður um hvað það sé á við margar ferðir til Tenerife. Það er bara talað um mengun Tenerife-ferða þegar óbreytt alþýðufólk ætlar sér þangað í langþráð frí – það má skammast sín. Og öfugmælavísnasmiðirnir sem öllu ráða sjá ofsjónum yfir því að fólk fer í helgarferðir til Dublin eða Hamborgar, við þessi venjulegu, en vilja um leið endilega fjölga ferðamönnum og „vinna markvisst að því“ – líklega eiga þeir ferðamenn að koma fótgangandi. Kannski eru bundnar vonir við að þeir geti síðar komið í gegnum sæstreng. En auðvitað bara með því skilyrði að Alþingi samþykki þá gjörð. En samþykktir Alþingis eru einhver mesta hindrun sem hægt er að hugsa sér. Gott dæmi þar um eru smálánafyrirtækin.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar