Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:21 Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra. Fréttablaðið/Ernir Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar. Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Skal þjóðleikhússtjóri hafa menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Þjóðleikhússtjóri stjórnar og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hann markar listræna stefnu leikhússins í samráði við þjóðleikhúsráð, stýrir stofnuninni samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði listrænum og fjárhagslegum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Þjóðleikhússtjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar og er í fyrirsvari fyrir hana. Leitað er eftir einstaklingi sem sýnir frumkvæði og framsýni. Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð eru einnig mikilvæg sem og skipulagshæfni og þjónustulund. Jafnframt er leitað að metnaðarfullum og faglegum einstaklingi með brennandi áhuga á sviði leiklistar. Umsækjandi þarf að geta unnið undir álagi. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs en ráðið er í starfið frá 1. janúar 2020. Umsóknir með greinargerð umsækjenda um framtíðarsýn fyrir Þjóðleikhúsið (út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum) með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík eða á netfangið postur@mrn.is, fyrir dagslok mánudaginn 1. júlí 2019. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019. Leikhús Vistaskipti Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar. Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Skal þjóðleikhússtjóri hafa menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Þjóðleikhússtjóri stjórnar og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hann markar listræna stefnu leikhússins í samráði við þjóðleikhúsráð, stýrir stofnuninni samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði listrænum og fjárhagslegum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Þjóðleikhússtjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar og er í fyrirsvari fyrir hana. Leitað er eftir einstaklingi sem sýnir frumkvæði og framsýni. Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð eru einnig mikilvæg sem og skipulagshæfni og þjónustulund. Jafnframt er leitað að metnaðarfullum og faglegum einstaklingi með brennandi áhuga á sviði leiklistar. Umsækjandi þarf að geta unnið undir álagi. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs en ráðið er í starfið frá 1. janúar 2020. Umsóknir með greinargerð umsækjenda um framtíðarsýn fyrir Þjóðleikhúsið (út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum) með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík eða á netfangið postur@mrn.is, fyrir dagslok mánudaginn 1. júlí 2019. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019.
Leikhús Vistaskipti Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira