Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2019 08:15 Maðurinn reyndi að koma tíu smyrilseggjum úr landi. fréttablaðið/anton brink Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent