Átak til eflingar lýðheilsu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2019 14:45 Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar