Danir ætla að vísa afganskri konu með vitglöp úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 13:45 Kristjánsborgarhöll þar sem danska þingið hefur aðsetur. Hörð innflytjendastefna hefur verið rekin í Danmörku undanfarin ár. Vísir/EPA Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli. Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli.
Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira