Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 11:09 Sendinefnd Færeyinga í Texas, Barbara Biskopstø Hansen, Jana Ólavsdóttir og Óluva Eidesgaard, við kynningarbás Færeyja á olíuráðstefnunni. Mynd/Jarðfeingi. Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2: Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2:
Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15