Beiti sér gegn loftslagsbreytingum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 29. maí 2019 05:00 "Ég veit ekki hvað við munum búa hér lengi, við bjuggum í tólf ár í Lúxemborg. Hver veit nema við verðum hér í fimm til tíu ár,“ segir Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin, sem fluttist til Íslands í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Sjá meira
Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur