Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði fer vaxandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 11:47 Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í vetur. Borðinn er á ensku en fjöldi erlendra starfsmanna er í stéttarfélaginu og lögðu niður störf í verkföllum. vísir/vilhelm Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira