Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði fer vaxandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 11:47 Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í vetur. Borðinn er á ensku en fjöldi erlendra starfsmanna er í stéttarfélaginu og lögðu niður störf í verkföllum. vísir/vilhelm Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira