Andúð meirihlutans á einkabílnum er komin út í öfgar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2019 11:17 Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun