Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2019 08:55 Heimsókn Trump í Japan hófst á golfhring með Abe forsætisráðherra. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur tekið upp hanskann fyrir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Lýsir hann nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ og lofar þá fyrir að gera lítið úr Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegum andstæðingi Trump í forsetakosningum næsta árs. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fordæmdi nýlegar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump virtist vísa þeim áhyggjum á bug í tísti sem hann sendi frá sér skömmu eftir að hann kom í opinbera heimsókn til Japans. Gestgjafi hans, Shinzo Abe, forsætisráðherra, hafði einnig lýst áhyggjum af vopnabrölti Norður-Kóreumanna í síðustu viku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Norður-Kórea skaut nokkrum litlum vopnum, sem hafa valdið einhverju af fólkinu mínu áhyggjum, en ekki mér. Ég hef trú á því að Kim formaður muni halda loforð sitt til mín,“ tísti Bandaríkjaforseti.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that's sending me a signal?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Fyrr á þessu ári fríaði Trump Kim ábyrgð á meðferðinni á Otto Warmbier, bandarískum námsmanni, sem var fangelsaður í Norður-Kóreu. Warmbier lést skömmu eftir að honum var sleppt og leyft að fara til Bandaríkjanna en hann var þá í dái vegna alvarlegs heilaskaða sem hann hafði orðið fyrir í haldi stjórnvalda í Pjongjang. „Ég trúi ekki að hann [Kim] hefði leyft þessu að gerast. Það var ekki í hans hag. Þessi fangelsi eru erfið, erfiðir staðir og slæmir hlutir gerast. En ég trúi því í rauninni ekki að hann, ég trúi ekki að hann hafi vitað af því,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Kim í Víetnam þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða Warmbier. Í tísti sínu í dag lýsti Bandaríkjaforseti einnig ánægju með að norðurkóresk stjórnvöld hefðu látið fúkyrðum rigna yfir Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden er talinn líklegur til sigurs í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. „Ég brosti líka þegar hann kallaði mýrarmanninn Joe Biden einstakling með lága greindarvísitölu, og verra. Kannski er það að senda mér skilaboð?“ tísti Trump en í upphaflegri útgáfu þess stafsetti forsetinn ættarnafn Biden rangt. Ekki er ljóst hvað hann átti við með skilaboðin sem Kim gæti verið að senda honum. Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur tekið upp hanskann fyrir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Lýsir hann nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ og lofar þá fyrir að gera lítið úr Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegum andstæðingi Trump í forsetakosningum næsta árs. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fordæmdi nýlegar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump virtist vísa þeim áhyggjum á bug í tísti sem hann sendi frá sér skömmu eftir að hann kom í opinbera heimsókn til Japans. Gestgjafi hans, Shinzo Abe, forsætisráðherra, hafði einnig lýst áhyggjum af vopnabrölti Norður-Kóreumanna í síðustu viku, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Norður-Kórea skaut nokkrum litlum vopnum, sem hafa valdið einhverju af fólkinu mínu áhyggjum, en ekki mér. Ég hef trú á því að Kim formaður muni halda loforð sitt til mín,“ tísti Bandaríkjaforseti.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that's sending me a signal?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Fyrr á þessu ári fríaði Trump Kim ábyrgð á meðferðinni á Otto Warmbier, bandarískum námsmanni, sem var fangelsaður í Norður-Kóreu. Warmbier lést skömmu eftir að honum var sleppt og leyft að fara til Bandaríkjanna en hann var þá í dái vegna alvarlegs heilaskaða sem hann hafði orðið fyrir í haldi stjórnvalda í Pjongjang. „Ég trúi ekki að hann [Kim] hefði leyft þessu að gerast. Það var ekki í hans hag. Þessi fangelsi eru erfið, erfiðir staðir og slæmir hlutir gerast. En ég trúi því í rauninni ekki að hann, ég trúi ekki að hann hafi vitað af því,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Kim í Víetnam þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða Warmbier. Í tísti sínu í dag lýsti Bandaríkjaforseti einnig ánægju með að norðurkóresk stjórnvöld hefðu látið fúkyrðum rigna yfir Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden er talinn líklegur til sigurs í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. „Ég brosti líka þegar hann kallaði mýrarmanninn Joe Biden einstakling með lága greindarvísitölu, og verra. Kannski er það að senda mér skilaboð?“ tísti Trump en í upphaflegri útgáfu þess stafsetti forsetinn ættarnafn Biden rangt. Ekki er ljóst hvað hann átti við með skilaboðin sem Kim gæti verið að senda honum.
Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30
Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04