Nýsköpun er drifkraftur sjálfbærra lausna Jarþrúður Ásmundsdóttir skrifar 24. maí 2019 12:15 Við sem hér búum njótum þeirra forréttinda að vera í nálægð við ríkar náttúruauðlindir eins og jarðvarma, hrein vatnsból, gjöful fiskimið og stórbrotna náttúru sem laðar til okkar ferðamenn. Það gefur auga leið að í landi allsnægta er auðvelt að sofna á verðinum og koma sér vel fyrir í velgengni ríkjandi ástands. En enginn jarðarbúi getur leyft sér slíkt og til að tryggja kynslóðum framtíðar sömu lífsgæði þarf að grípa inn í. Icelandic Startups brennur fyrir þennan málstað og kom því á fót nýjum viðskiptahraðli sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í samvinnu við Íslenska sjávarklasann. Auglýst var eftir nýjum lausnum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs undir merkjum Til sjávar og sveita. Markmiðið með viðskiptahraðlinum er að auka verðmætasköpun og nýtingu hráefna í þessum rótgrónu greinum. Tíu teymi voru valin úr stórum hópi umsækjenda og eiga þau það öll sameiginlegt að starfa eftir sjálfbærum markmiðum og stemma stigu við sóun. Viðskiptahugmyndir teymanna eru mjög fjölbreyttar og þar kemur ýmislegt áhugavert og afhjúpandi í ljós. Á hverju ári er til að mynda mörg þúsund tonnum af kartöfluflusi fleygt án þess að næring sé unnin úr því og Íslendingar framleiða um 75% af öllum þeim æðardún sem seldur er í heiminum en hann er að mestu seldur hálfunninn úr landi sem hráefni í hágæðavörur sem seljast fyrir háar upphæðir á alþjólegum mörkuðum. Í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita eru teymi sem hafa ekki aðeins borið kennsl á þessi vandamál heldur fundið lausn á þeim. Einnig má nefna fyrirtækið Beauty by Iceland sem vinnur snyrtivörur úr rótargrænmeti sem ekki mætir útlitsstöðlum stórvörumarkaða. Ljótu kartöflurnar framleiða kartöfluflögur úr hráefni sem ekki ratatar í búðir og Álfur bruggar bjór úr kartöfluafskorningum sem annars væri hent. Íslenskur dúnn fullvinnur æðardún í hágæða vörur og tvöfaldar þannig útflutningsverðmæti hans. Þá framleiðir Urtasjór kolsýrt og steinefnaríkt drykkjarvatn úr sjó. Til að sporna við svikastarfssemi í upprunamerkingum matvæla þróar Arcana Bio háhraðatækni í DNA greiningum fyrir matvælaiðnaðinn. Næsta kynslóð rekjanleika- og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt auka skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla er viðfangsefni Tracio. Veiðibækurnar verða færðar af pappírum upp í „skýin“ af fyrirtækinu Öflu, stafrænni veiðbók en þar með fæst í fyrsta sinn heildstæð yfirsýn yfir þá dýrmætu auðlind sem liggur í veiðiám landsins. Stofnendur Feed the Viking vinna þurrkað kjöt og harðfisk og að lokum framleiðir fyrirtækið Pure Natura hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum. Þessi fyrirtæki eru ekki bara að auka sjálfbærni og sporna gegn sóun heldur munu þau án efa með tíð og tíma blómstra og mögulega sækja á erlendan markað og leggja þannig sitt lóð á vogaskál aukinnar hagsældar og jafnvægis í íslensku efnahagslífi. Enda er eitt af markmiðunum með viðskiptahröðlum Icelandic Startup að efla nýsköpun og fjölga þannig stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita hefði ekki orðið að veruleika nema með stuðningi bakhjarla sem allir eiga það sameiginlegt að brenna líka fyrir sjálfbærni og nýjar lausnir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Viðskiptahraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans með stuðningi frá IKEA á Íslandi, HB Granda, Landbúnaðarklasanum og Matarauði Íslands. Á meðan á hraðlinum stóð fengu þátttakendur fyrsta flokks vinnuaðstöðu í Íslenska ferðaklasanum. Þessum aðilum færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfult og gefandi samstarf. Við hjá Icelandic Startups erum stolt af því hvernig til tókst í þessum fyrsta hraðli sinnar tegundar hér á landi og bindum vonir við að hann muni bætast í hóp þeirra viðskiptahraðla sem haldnir eru árlega á vegum fyrirtækisins. Fyrst og fremst erum við þó stolt af frammistöðu teymana sem tóku þátt, þeim árangri sem þau hafa náð og þeim áhrifum sem þau hafa þegar haft á aukna sjálfbærni, minni sóun og aukna verðmætasköpun.Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Tækni Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við sem hér búum njótum þeirra forréttinda að vera í nálægð við ríkar náttúruauðlindir eins og jarðvarma, hrein vatnsból, gjöful fiskimið og stórbrotna náttúru sem laðar til okkar ferðamenn. Það gefur auga leið að í landi allsnægta er auðvelt að sofna á verðinum og koma sér vel fyrir í velgengni ríkjandi ástands. En enginn jarðarbúi getur leyft sér slíkt og til að tryggja kynslóðum framtíðar sömu lífsgæði þarf að grípa inn í. Icelandic Startups brennur fyrir þennan málstað og kom því á fót nýjum viðskiptahraðli sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í samvinnu við Íslenska sjávarklasann. Auglýst var eftir nýjum lausnum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs undir merkjum Til sjávar og sveita. Markmiðið með viðskiptahraðlinum er að auka verðmætasköpun og nýtingu hráefna í þessum rótgrónu greinum. Tíu teymi voru valin úr stórum hópi umsækjenda og eiga þau það öll sameiginlegt að starfa eftir sjálfbærum markmiðum og stemma stigu við sóun. Viðskiptahugmyndir teymanna eru mjög fjölbreyttar og þar kemur ýmislegt áhugavert og afhjúpandi í ljós. Á hverju ári er til að mynda mörg þúsund tonnum af kartöfluflusi fleygt án þess að næring sé unnin úr því og Íslendingar framleiða um 75% af öllum þeim æðardún sem seldur er í heiminum en hann er að mestu seldur hálfunninn úr landi sem hráefni í hágæðavörur sem seljast fyrir háar upphæðir á alþjólegum mörkuðum. Í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita eru teymi sem hafa ekki aðeins borið kennsl á þessi vandamál heldur fundið lausn á þeim. Einnig má nefna fyrirtækið Beauty by Iceland sem vinnur snyrtivörur úr rótargrænmeti sem ekki mætir útlitsstöðlum stórvörumarkaða. Ljótu kartöflurnar framleiða kartöfluflögur úr hráefni sem ekki ratatar í búðir og Álfur bruggar bjór úr kartöfluafskorningum sem annars væri hent. Íslenskur dúnn fullvinnur æðardún í hágæða vörur og tvöfaldar þannig útflutningsverðmæti hans. Þá framleiðir Urtasjór kolsýrt og steinefnaríkt drykkjarvatn úr sjó. Til að sporna við svikastarfssemi í upprunamerkingum matvæla þróar Arcana Bio háhraðatækni í DNA greiningum fyrir matvælaiðnaðinn. Næsta kynslóð rekjanleika- og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt auka skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla er viðfangsefni Tracio. Veiðibækurnar verða færðar af pappírum upp í „skýin“ af fyrirtækinu Öflu, stafrænni veiðbók en þar með fæst í fyrsta sinn heildstæð yfirsýn yfir þá dýrmætu auðlind sem liggur í veiðiám landsins. Stofnendur Feed the Viking vinna þurrkað kjöt og harðfisk og að lokum framleiðir fyrirtækið Pure Natura hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum. Þessi fyrirtæki eru ekki bara að auka sjálfbærni og sporna gegn sóun heldur munu þau án efa með tíð og tíma blómstra og mögulega sækja á erlendan markað og leggja þannig sitt lóð á vogaskál aukinnar hagsældar og jafnvægis í íslensku efnahagslífi. Enda er eitt af markmiðunum með viðskiptahröðlum Icelandic Startup að efla nýsköpun og fjölga þannig stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita hefði ekki orðið að veruleika nema með stuðningi bakhjarla sem allir eiga það sameiginlegt að brenna líka fyrir sjálfbærni og nýjar lausnir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Viðskiptahraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans með stuðningi frá IKEA á Íslandi, HB Granda, Landbúnaðarklasanum og Matarauði Íslands. Á meðan á hraðlinum stóð fengu þátttakendur fyrsta flokks vinnuaðstöðu í Íslenska ferðaklasanum. Þessum aðilum færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfult og gefandi samstarf. Við hjá Icelandic Startups erum stolt af því hvernig til tókst í þessum fyrsta hraðli sinnar tegundar hér á landi og bindum vonir við að hann muni bætast í hóp þeirra viðskiptahraðla sem haldnir eru árlega á vegum fyrirtækisins. Fyrst og fremst erum við þó stolt af frammistöðu teymana sem tóku þátt, þeim árangri sem þau hafa náð og þeim áhrifum sem þau hafa þegar haft á aukna sjálfbærni, minni sóun og aukna verðmætasköpun.Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Icelandic Startups.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar