Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2019 10:53 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á heimavelli Atletico Madrid á Spáni. Vísir/Getty Stöð 2 Sport mun sýna báða úrslitaleikina sem fram undan eru í Evrópukeppnunum í fótbolta í svokallaðri ofurháskerpu, sem nefnist á ensku UHD og 4K. Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem að sýnt er frá íþróttaviðburðum í slíkum myndgæðum. Leikirnir verða sýndir á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD, sem verður aðgengileg á IPTV myndlyklum á rás 20 á leikdögum. Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD/4K myndlykil og sjónvarp sem styður UHD/4K útsendingu. Báðir leikirnir verða í opinni dagskrá. Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA þann miðvikudaginn 29. maí en Tottenham og Liverpool eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd 1. júní. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Sýn vegna málsins:Úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar sýndir í Ofur-Háskerpu UHD / 4K Sýn hf. hefur ákveðið að vera með tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum Evrópudeildar UEFA og Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Ofur-Háskerpu (Ultra HD / 4K). Stöð 2 Sport UHD mun sýna báða leikina í opinni dagskrá á IPTV en viðskiptavinir þurfa að hafa bæði myndlykil og sjónvarp sem styðja UHD/4K myndupplausn til að njóta útsendingarinnar í fullum gæðum. Leikirnir eru sýndir á eftirtöldum dögum: Miðvikudaginn 29. maí 2019 í Evrópudeild UEFA; Chelsea – Arsenal Laugardaginn 1. júní 2019 í Meistaradeild Evrópu; Tottenham – Liverpool Þessar tilraunaútsendingar verða í boði um gagnvirk sjónvarpskerfi fjarskiptafélaga (IPTV) en ekki um loftnet eða sjónvarpsöpp. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu einnig sýna leikina í hefðbundum myndupplausnum (SD og HD) sem henta öllum dreifikerfum.Gagnleg atriði sem gott er að hafa í huga: * Þar sem að UHD/4K merkið er mun stærra en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar (SD/HD) eða 16-20 Mbit/s, krefst það mun meiri bandbreiddar á heimatengingum. * Til að tryggt sé að ná fullum gæðum er öruggast að vera með ljósleiðaratengingu. * Ekki er tryggt að 4K merkið náist með ADSL/VDSL eða ljósnetstengingu. * Æskilegast er að tenging milli myndlykils og sjónvarps sé með hágæða HDMI kapli. Margir eldri og/eða ódýrari gerðir af HDMI köplum bera ekki þetta myndmerki. * Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD /4K myndlykil og þar verður Stöð 2 Sport UHD aðgengileg á rásarnúmeri 20 óháð því hvort þú sért með allar græjur til að ná 4K útsendingu eða ekki. Myndlykillinn skalar UHD merkið niður í þá upplausn sem sjónvarpstækið styður. Hægt er að nálgast Samsung myndlykla í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um land allt.Vísir er í eigu Sýnar hf. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tækni Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna báða úrslitaleikina sem fram undan eru í Evrópukeppnunum í fótbolta í svokallaðri ofurháskerpu, sem nefnist á ensku UHD og 4K. Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem að sýnt er frá íþróttaviðburðum í slíkum myndgæðum. Leikirnir verða sýndir á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD, sem verður aðgengileg á IPTV myndlyklum á rás 20 á leikdögum. Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD/4K myndlykil og sjónvarp sem styður UHD/4K útsendingu. Báðir leikirnir verða í opinni dagskrá. Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA þann miðvikudaginn 29. maí en Tottenham og Liverpool eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd 1. júní. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Sýn vegna málsins:Úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar sýndir í Ofur-Háskerpu UHD / 4K Sýn hf. hefur ákveðið að vera með tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum Evrópudeildar UEFA og Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Ofur-Háskerpu (Ultra HD / 4K). Stöð 2 Sport UHD mun sýna báða leikina í opinni dagskrá á IPTV en viðskiptavinir þurfa að hafa bæði myndlykil og sjónvarp sem styðja UHD/4K myndupplausn til að njóta útsendingarinnar í fullum gæðum. Leikirnir eru sýndir á eftirtöldum dögum: Miðvikudaginn 29. maí 2019 í Evrópudeild UEFA; Chelsea – Arsenal Laugardaginn 1. júní 2019 í Meistaradeild Evrópu; Tottenham – Liverpool Þessar tilraunaútsendingar verða í boði um gagnvirk sjónvarpskerfi fjarskiptafélaga (IPTV) en ekki um loftnet eða sjónvarpsöpp. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu einnig sýna leikina í hefðbundum myndupplausnum (SD og HD) sem henta öllum dreifikerfum.Gagnleg atriði sem gott er að hafa í huga: * Þar sem að UHD/4K merkið er mun stærra en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar (SD/HD) eða 16-20 Mbit/s, krefst það mun meiri bandbreiddar á heimatengingum. * Til að tryggt sé að ná fullum gæðum er öruggast að vera með ljósleiðaratengingu. * Ekki er tryggt að 4K merkið náist með ADSL/VDSL eða ljósnetstengingu. * Æskilegast er að tenging milli myndlykils og sjónvarps sé með hágæða HDMI kapli. Margir eldri og/eða ódýrari gerðir af HDMI köplum bera ekki þetta myndmerki. * Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD /4K myndlykil og þar verður Stöð 2 Sport UHD aðgengileg á rásarnúmeri 20 óháð því hvort þú sért með allar græjur til að ná 4K útsendingu eða ekki. Myndlykillinn skalar UHD merkið niður í þá upplausn sem sjónvarpstækið styður. Hægt er að nálgast Samsung myndlykla í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um land allt.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tækni Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira