Wenger: Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar örlítil martröð fyrir Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:30 Arsene Wenger með enska bikarinn sem hann vann sjö sinnum. Wenger vann aftur á móti aldrei titil í Evrópu. Getty/Catherine Ivill Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira