Ríkið greiði 1,2 milljarða fyrir Geysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 06:20 Deilur höfðu staðið um landið árum saman áður en fallist var á kaup ríkisins á svæðinu árið 2016. FBL/gva Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00
Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45