Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:09 Ingvar E. Sigurðsson í Cannes ásamt Ídu Mekkín Hlynsdóttur, sem fer með hlutverk dóttur hans í myndinni. Mynd/Pierre Caudevelle Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar. Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar.
Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56
Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30