Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Sigríður var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka á árunum 2011 til 2016. Fréttablaðið/Pjetur Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24