Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. maí 2019 19:00 Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira