Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 15:53 Konur klæddar eins og þernur úr sjónvarpsþáttunum Dagbók þernunnar mótmæla ströngum þungunarrofslögum í ríkisþingi Missouri í síðustu viku. AP/Christian Gooden Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00