Sex bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á níunda tímanum í morgun.
Umferðin raskaðist töluvert og er unnið að því að flytja bílana af vettvangi.
Sjúkra- og slökkviliðsbílar voru ræstir út vegna árekstursins, en tveir einstaklingar hlutu minniháttar meiðsl.
Uppfært klukkan 11:30:
Í tilkynningu lögreglunnar um áreksturinn segir að tilkynning um harðan sex bíla árekstur hafi borist embættinu um klukkan 8:30 í morgun. Einhver slys urðu á ökumönnum og farþegum en þau eru þó ekki talin alvarleg.

