Snemmtæk íhlutun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. maí 2019 08:15 Samhliða hækkandi meðalaldri og stórbættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer-sjúkdóms fjölgað gríðarlega á undanförnum árum, og það í nær öllum heimsins hornum. Sjúkdómurinn, sem tekur til 60 til 70 prósenta allra tilfella heilabilunar, er að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eitt brýnasta úrlausnarefni mannkyns um þessar mundir og næstu áratuga. Á heimsvísu er talið að um 40 til 50 milljónir manna glími við sjúkdóminn. Hér á landi, líkt og víðar, eru heilabilunarsjúkdómar eins og Alzheimer afar algengir. Sá einstaki árangur sem við höfum náð í læknavísindum á undanförnum áratugum hefur skilað sér í auknum lífslíkum og þar með auknum fjölda einstaklinga sem glíma við heilabilun og Alzheimer. Þannig höfum við, á sama tíma og við höfum fjármagnað, eflt og mannað merkar framfarir í heilbrigðisvísindum, vanrækt þarfir og réttmæta kröfu þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra um viðeigandi þjónustu og skjóta greiningu. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið ítarlega um erfiða stöðu málaflokksins hér á landi, stöðu sem krefst aðgerða. „Hér á landi er staðreyndin oft á tíðum sú að það er verið að bregðast við krísum og mikið hugsað í skammtímalausnum, en ekki litið á heildarmyndina,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst við vera á þeim stað að ástandið er orðið óþolandi og það fyrir löngu síðan. […] Tengjum við ekki öll við þennan hóp? Ættingja okkar? Okkur sjálf eftir örfá ár? Við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Tíminn til aðgerða er núna.“ Alzheimer er sannarlega krefjandi verkefni, og því vekur vissa furðu hversu lítið hefur verið gert til að kortleggja umfang vandans hér á landi. Ekki er vitað með vissu hversu margir Íslendingar þjást af sjúkdómnum, en líklegt er að fjöldinn sé á bilinu fjögur til fimm þúsund. Sem stendur er sjúkdómurinn ekki skráningarskyldur í lögum um landlækni og lýðheilsu en breyting þess efnis myndi vafalaust auðvelda alla áætlanagerð, sem sárlegur skortur er á, og það að meta þróun heilsufars þeirra sem glíma við Alzheimer-sjúkdóm. Frumvarp sem tekur á þessu var lagt fyrir Alþingi í mars síðastliðnum en hefur ekki enn verið tekið til umræðu. Þingið hefur haft öðrum hnöppum að hneppa, en frumvarpið verður að sögn flutningsmanna þess lagt fyrir á ný á næsta þingi. Þörf er á mikilli vitundarvakningu um heilabilun og Alzheimer-sjúkdóm. Heildstæð stefna í málum þessara einstaklinga, sem boðuð var með þingsályktunartillögu árið 2017, ásamt skráningarskyldu Alzheimer, eru nauðsynleg fyrstu skref í þá átt. Snemmtæk íhlutun, í heilbrigðiskerfi sem búið er viðeigandi húsnæði, þekkingu og mannskap, getur skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Samhliða hækkandi meðalaldri og stórbættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer-sjúkdóms fjölgað gríðarlega á undanförnum árum, og það í nær öllum heimsins hornum. Sjúkdómurinn, sem tekur til 60 til 70 prósenta allra tilfella heilabilunar, er að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eitt brýnasta úrlausnarefni mannkyns um þessar mundir og næstu áratuga. Á heimsvísu er talið að um 40 til 50 milljónir manna glími við sjúkdóminn. Hér á landi, líkt og víðar, eru heilabilunarsjúkdómar eins og Alzheimer afar algengir. Sá einstaki árangur sem við höfum náð í læknavísindum á undanförnum áratugum hefur skilað sér í auknum lífslíkum og þar með auknum fjölda einstaklinga sem glíma við heilabilun og Alzheimer. Þannig höfum við, á sama tíma og við höfum fjármagnað, eflt og mannað merkar framfarir í heilbrigðisvísindum, vanrækt þarfir og réttmæta kröfu þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra um viðeigandi þjónustu og skjóta greiningu. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið ítarlega um erfiða stöðu málaflokksins hér á landi, stöðu sem krefst aðgerða. „Hér á landi er staðreyndin oft á tíðum sú að það er verið að bregðast við krísum og mikið hugsað í skammtímalausnum, en ekki litið á heildarmyndina,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst við vera á þeim stað að ástandið er orðið óþolandi og það fyrir löngu síðan. […] Tengjum við ekki öll við þennan hóp? Ættingja okkar? Okkur sjálf eftir örfá ár? Við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Tíminn til aðgerða er núna.“ Alzheimer er sannarlega krefjandi verkefni, og því vekur vissa furðu hversu lítið hefur verið gert til að kortleggja umfang vandans hér á landi. Ekki er vitað með vissu hversu margir Íslendingar þjást af sjúkdómnum, en líklegt er að fjöldinn sé á bilinu fjögur til fimm þúsund. Sem stendur er sjúkdómurinn ekki skráningarskyldur í lögum um landlækni og lýðheilsu en breyting þess efnis myndi vafalaust auðvelda alla áætlanagerð, sem sárlegur skortur er á, og það að meta þróun heilsufars þeirra sem glíma við Alzheimer-sjúkdóm. Frumvarp sem tekur á þessu var lagt fyrir Alþingi í mars síðastliðnum en hefur ekki enn verið tekið til umræðu. Þingið hefur haft öðrum hnöppum að hneppa, en frumvarpið verður að sögn flutningsmanna þess lagt fyrir á ný á næsta þingi. Þörf er á mikilli vitundarvakningu um heilabilun og Alzheimer-sjúkdóm. Heildstæð stefna í málum þessara einstaklinga, sem boðuð var með þingsályktunartillögu árið 2017, ásamt skráningarskyldu Alzheimer, eru nauðsynleg fyrstu skref í þá átt. Snemmtæk íhlutun, í heilbrigðiskerfi sem búið er viðeigandi húsnæði, þekkingu og mannskap, getur skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun