Að vera elskaður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2019 07:00 „Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
„Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar