Harmar uppsagnir Icelandair en segir þær ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:00 MAX-vélar Icelandair sem hafa verið kyrrsettar sjást hér á Keflavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Sjá meira
Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Sjá meira