Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 13:21 Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Vísir/Getty Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent