Milljarðar í hættu vegna gróðurelda Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 11:38 Sumarhúsabyggðin í Grímsnesi er ansi viðkvæm gagnvart gróðurheldum. FBLHAG Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir. Slökkvilið Veður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir.
Slökkvilið Veður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent