Milljarðar í hættu vegna gróðurelda Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 11:38 Sumarhúsabyggðin í Grímsnesi er ansi viðkvæm gagnvart gróðurheldum. FBLHAG Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir. Slökkvilið Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir.
Slökkvilið Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira