Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 14:09 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira