Arkítektar HR sýknaðir af 250 milljóna bótakröfu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 13:03 Byggingin sem deilt var um. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Arkís arkitekta og dönsku arkitektastofuna Henning Larsen Architects af 250 milljóna krónu bótakröfu Grunnstoða ehf, fasteignafélags Háskólans í Reykjavík. Háskólinn taldi að rekja mætti galla á loftræstikerfi, galla á hitakerfi og sprungur í gólfi í húsnæði Háskólans til ófullnægjandi hönnunar Arkís og Henning Larsen Architects.Í dómi héraðsdóms segir að nokkru eftir að húsið var tekið í notkun fyrir um áratug síðan hafi farið að bera á kvörtunum frá nemendum og starfsmönnum háskólans vegna hitastigs í ýmsum rýmum og hávaða frá loftræsikerfi. Auk þess hafi fljótlega komið í ljós vandamál með ofnakerfi hússins, ofnar hafi ekki hitnað og stíflur verið í stillitéum og ofnlokum sem raktar voru til óhreininda í kerfinu. Loks hafi komið í ljós miklar sprungur í sýnilegum steyptum gólfflötum húsnæðisins, það er á stærstum hluta jarðhæðar byggingarinnar. Sprungumyndun þessi mun hafa hafist skömmu eftir að gólfið var steypt. Þá hafi meðal annars þurft að fresta kennslu eða láta hana falla niður vegna annmarka á loftræstikerfi hússins, krafðist fasteignafélagið þess að fá 123 milljónir í bætur vegna annmarka á loftræstikerfinu, 57 milljónir vegna annmarka á hitakerfi og 67 milljónir vegna lagfæringa á gólfi en krafan var byggð á áætluðum kostnaði við að leggja dúk á gólfið ásamt kostnaði því tengdum. Arkítektastofurnar Arkís og Henning Larsen Architects voru hins vegar sýknaðar af kröfum félagsins þar sem þær voru að mati dómsins fyrndar, kröfurnar hafi ekki verið lagðar fram innan tilskilins fyrningarfrests. Þarf fasteignafélagið að greiða arkítektastofunum 2,8 milljónir hvorri í málskostnað, samtals 5,6 milljónir. Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Arkís arkitekta og dönsku arkitektastofuna Henning Larsen Architects af 250 milljóna krónu bótakröfu Grunnstoða ehf, fasteignafélags Háskólans í Reykjavík. Háskólinn taldi að rekja mætti galla á loftræstikerfi, galla á hitakerfi og sprungur í gólfi í húsnæði Háskólans til ófullnægjandi hönnunar Arkís og Henning Larsen Architects.Í dómi héraðsdóms segir að nokkru eftir að húsið var tekið í notkun fyrir um áratug síðan hafi farið að bera á kvörtunum frá nemendum og starfsmönnum háskólans vegna hitastigs í ýmsum rýmum og hávaða frá loftræsikerfi. Auk þess hafi fljótlega komið í ljós vandamál með ofnakerfi hússins, ofnar hafi ekki hitnað og stíflur verið í stillitéum og ofnlokum sem raktar voru til óhreininda í kerfinu. Loks hafi komið í ljós miklar sprungur í sýnilegum steyptum gólfflötum húsnæðisins, það er á stærstum hluta jarðhæðar byggingarinnar. Sprungumyndun þessi mun hafa hafist skömmu eftir að gólfið var steypt. Þá hafi meðal annars þurft að fresta kennslu eða láta hana falla niður vegna annmarka á loftræstikerfi hússins, krafðist fasteignafélagið þess að fá 123 milljónir í bætur vegna annmarka á loftræstikerfinu, 57 milljónir vegna annmarka á hitakerfi og 67 milljónir vegna lagfæringa á gólfi en krafan var byggð á áætluðum kostnaði við að leggja dúk á gólfið ásamt kostnaði því tengdum. Arkítektastofurnar Arkís og Henning Larsen Architects voru hins vegar sýknaðar af kröfum félagsins þar sem þær voru að mati dómsins fyrndar, kröfurnar hafi ekki verið lagðar fram innan tilskilins fyrningarfrests. Þarf fasteignafélagið að greiða arkítektastofunum 2,8 milljónir hvorri í málskostnað, samtals 5,6 milljónir.
Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira