Best að hugsa þetta bara sókn fyrir sókn Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2019 12:00 Landslið kvenna. mynd/fréttablaðið Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir í kvöld Spáni í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöllinni. Ísland laut í lægra haldi, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leiknum og þar af leiðandi er ljóst að róðurinn verður þungur við að tryggja sér farseðilinn til Japans. Byrjun íslenska liðsins í fyrri leiknum reyndist banabitinn. Spænska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af og leiddi með fjórtán mörkum í hálfleik áður en íslenska liðinu tókst að laga stöðuna í seinni hálfleiknum. Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, segir leikmenn átta sig á því hvað fór úrskeiðis í fyrri leiknum í Malaga og að stefnan sé að gera mikið betur að þessu sinni. „Ég horfði á leikinn strax eftir leikinn í Malaga og sá um leið hvað við getum gert betur. Við vorum með gott leikplan og fyrstu 15 mínúturnar vorum við að fylgja því plani og það vantaði bara herslumuninn í sóknaraðgerðunum. Við vorum að klúðra fínum færum og skjóta illa á Silviu Navarro í spænska markinu,“ segir Karen í samtali við Fréttablaðið. „Við hættum svo að fara eftir því sem við lögðum upp með fyrir leikinn síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins og spænska liðið refsaði okkur grimmilega. Spænska liðið er vissulega sterkt lið en mér finnst þetta ekki vera getumunurinn á liðunum. Við getum klárlega unnið þær og stefnum á að gera það,“ segir hún enn fremur. „Til þess að vinna upp svona stórt forskot þarf blöndu af áræðni og þolinmæði. Við þurfum að taka eina sókn í einu og vera ekkert að pæla of mikið í hver staðan er fyrr en undir lok leiksins. Það myndi gefa okkur styrk og orku að fá góðan stuðning og vonandi verður fjölmennt í Höllinni,“ segir leikstjórnandinn Karen um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir í kvöld Spáni í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöllinni. Ísland laut í lægra haldi, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leiknum og þar af leiðandi er ljóst að róðurinn verður þungur við að tryggja sér farseðilinn til Japans. Byrjun íslenska liðsins í fyrri leiknum reyndist banabitinn. Spænska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af og leiddi með fjórtán mörkum í hálfleik áður en íslenska liðinu tókst að laga stöðuna í seinni hálfleiknum. Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, segir leikmenn átta sig á því hvað fór úrskeiðis í fyrri leiknum í Malaga og að stefnan sé að gera mikið betur að þessu sinni. „Ég horfði á leikinn strax eftir leikinn í Malaga og sá um leið hvað við getum gert betur. Við vorum með gott leikplan og fyrstu 15 mínúturnar vorum við að fylgja því plani og það vantaði bara herslumuninn í sóknaraðgerðunum. Við vorum að klúðra fínum færum og skjóta illa á Silviu Navarro í spænska markinu,“ segir Karen í samtali við Fréttablaðið. „Við hættum svo að fara eftir því sem við lögðum upp með fyrir leikinn síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins og spænska liðið refsaði okkur grimmilega. Spænska liðið er vissulega sterkt lið en mér finnst þetta ekki vera getumunurinn á liðunum. Við getum klárlega unnið þær og stefnum á að gera það,“ segir hún enn fremur. „Til þess að vinna upp svona stórt forskot þarf blöndu af áræðni og þolinmæði. Við þurfum að taka eina sókn í einu og vera ekkert að pæla of mikið í hver staðan er fyrr en undir lok leiksins. Það myndi gefa okkur styrk og orku að fá góðan stuðning og vonandi verður fjölmennt í Höllinni,“ segir leikstjórnandinn Karen um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira