Köldu pottarnir stóðust ekki heilbrigðiskröfur Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 14:41 Kallað eftir tíðari þrifum á köldu pottunum á Austurlandi. Myndin er frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Vísir/Einar Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00