Réttarkerfið í bobba eftir úrskurð endurupptökunefndar Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2019 14:08 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hrósar nú áfangasigri í málum sínum en endurupptaka hefur verið veitt af hálfu endurupptökunefndar. visir/vilhelm Í úrskurði endurupptökunefndar um hvort verða eigi við kröfu Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku mála hans kemur meðal annars fram sú niðurstaða nefndarinnar að dómarinn Viðar Már Matthíasson hljóti að hafa talist vanhæfur þegar hann felldi dóm yfir Sigurjóni. Hliðstæð niðurstaða liggur fyrir í máli Sigríðar Elínar Sigfússdóttur; beiðni hennar um endurupptöku máls sem hún hlaut dóm í 8. október 2015 var samþykkt. Dómurinn sem Sigurjón hlaut, í Imon-máli svokölluðu, var þungur og hljóðaði upp á þriggja og hálfs árs fangelsisvist. Óskiljanlegur Sigurjóni þá er hann féll í október 2015.Viðar Már talinn vanhæfur Óumdeilt er að mati endurupptökunefndarinnar að Viðar Már „keypti hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu 8. mars til 26. september 2007 og nam verðmæti þeirra, á þeim dögum sem hann eignaðist bréfin, 14.753.256. kr. Verðmæti bréfanna tóku breytingum allt fram til þess tíma þegar bankinn var yfirtekinn af íslenska ríkinu, er þau urðu verðlaus. Miðað við síðasta skráða gengi bréfanna þann 3. október 2008 nam verðmæti fyrrgreindra hluta 8.518.692 kr.,“ segir í úrskurðinum.Að mati endurupptökunefndar voru hagsmunir Viðars Más slíkir vegna hlutabréfaeignar sinnar í Landsbankanum að ekki verður betur séð en hann hafi verið vanhæfur til að dæma í máli Sigurjóns.Og áfram: „Ljóst er samkvæmt framansögðu að fjárhagslegt tjón dómarans vegna kaupa hans á hlutafé í bankanum var því verulegt. Telja verður að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi verið slíkir að atvik eða aðstæður voru til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa, sbr. g-liður 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála. Breytir þá engu þótt nokkur tími hafi liðið frá því tjón dómarans varð og þar til hann dæmdi í málinu,“ segir í úrskurðinum.Hagsmunatengsl dómara Svo segir meðal annars í úrskurði nefndarinnar. Í reifun endurupptókubeiðanda, sem er Sigurjón, bent á að hagsmunir dómarans Eiríks Tómassonar vegna hlutabréfaeignar hans í Landsbankanum taldi vera þannig vaxnir að það hafi áhrif á hæfi hans. Þá segir að þrjú ólögráða börn hæstaréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar hafi átt hlutafé í Landsbanka Íslands hf. þann 3. október 2008, eða samtals 14.538 hluti.Hér má sjá dómara hæstaréttar eins og þeir birtast á vef dómsstólsins. Ætla má að hann sé í nokkrum bobba vegna niðurstöðu endurupptökunefndar. Í máli Sigurjóns dæmdu Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Helgi I. Jónsson, Viðar Már Matthíasson og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari.hæstiréttur„Markaðsverð hlutanna hafi verið samtals 884.079 kr. á þeim degi. Í öðru lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að gögnin sýni að dómarinn Gunnlaugur Claessen hafi átt hluti í bankanum, þvert á það sem hann hafði áður upplýst í svörum sínum við fyrirspurn um eignarhlut í bankanum.“ Í umræddu máli Sigurjóns dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Helgi I. Jónsson, Viðar Már Matthíasson og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari.Réttarríkið í bobba Málið allt er athyglisvert og þá ekki síst almennt sé litið til stöðu dómsstóla í samfélaginu en úrskurðurinn hlýtur að vekja upp spurningar sem snúa að réttarríkinu. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur rekið málið fyrir Sigurjón og hann segir það auðvitað svo vera. Og segir vafasamt hvernig þeir verjist í málinu, eins og sjá megi í úrskurðinum. „Að það sé svo langt um liðið síðan þeir voru hluthafar,“ segir Sigurður og týnir til eitt og annað sem honum þykir hæpin vörn dómaranna. „En, þarna eru persónulegir hagsmunir undir. Ég skildi aldrei af hverju þeir börðust svona harkalega gegn því að mega teljast vanhæfir.“ En, má þetta þá heita reiðarslag fyrir hið íslenska réttarkerfi í heild sinni?„Jújú, bæði þetta og niðurstaðan hjá mannréttindadómsstólnum í gær, í Al Thani-málinu. Þetta er vandi sem við búum við, þetta er svo lítið samfélag. Við getum varla mannað 65 dómarastöður á Íslandi. Þetta eru ekkert nema vinir og vandamenn og allir lögfræðingar giftir lögfræðingum og dómurum.“Sigurður segir að svo virðist sem Ísland sé of fámennt til að hér sé hægt að reka óhlutdræga dómstóla.visir/valliÞetta er heldur nöturleg staða sem þú lýsir? „Já, það er það. Og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir vinna úr þessu? Hvernig hæstiréttur verður skipaður þegar málið kemur þar fyrir? Ætla sömu dómarar að sitja í málinu aftur? Eru líkur til þess að maður hafi fengið dómsmeðferð hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómi? Óeðlilegt að sami dómur dæmdi málið aftur með kannski einhverjum tveimur nýjum. Það hlýtur að koma til þess að það þurfi að skipa sérstakan hæstarétt.“Allir sáu hrunið fyrir eftir á Sigurður segist ekki hafa hugmynd um hvernær mælið verður tekið fyrir, það sé ríkissaksóknara að koma málinu í réttan farveg. Þá liggi heldur ekkert fyrir um hugsanlegar skaðabótakröfur á þessu stigi. Nú snýst málið fyrst og síðast um að fá Sigurjón sýknaðan. Sigurður telur fráleitt að hann hafi verið dæmdur fyrir umboðssvið, það liggi algerlega fyrir að hann var að vinna með hag bankans í fyrirrúmi og starfaði út frá því og í þeirri trú að kerfið héldi. „Fyndið, en þarna voru menn eins og Sigurjón sakfelldir fyrir umboðssvik, að lána peninga og taka veð sem talin voru fullgild. En, á sama tíma lánaði Seðlabankinn gjaldeyrisforðann og menn hafa komist síðar að því að þau veð voru lítils virði. Og það réttlætt með því að þetta hafi verið svo erfiðir tímar,“ segir Sigurður og vitnar í Þórarinn Eldjárn, að allir hafi séð hrunið fyrir eftir á. Dómstólar Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Sigurjón Árnason: „Alröng niðurstaða“ Sigurjón Þ. Árnason og undirmenn hans voru sakfelldir fyrir 5 viðskiptadaga af þeim 228 sem ákært var fyrir. 19. nóvember 2014 14:01 Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 Telur fordæmisgildi Imon-dómsins ótvírætt Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að Hæstiréttur fallist í langflestum atriðum á viðhorf ákæruvaldsins í Imon-málinu svokallaða. 9. október 2015 12:55 Sigurjón Árnason krefst endurupptöku Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans vill að tvö dómsmál gegn honum verði tekin upp að nýju. Telur dómara vanhæfa vegna hlutabréfaeignar í bönkunum sem féllu. 9. febrúar 2017 05:00 Mál Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétt Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur. 17. nóvember 2014 10:56 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í úrskurði endurupptökunefndar um hvort verða eigi við kröfu Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku mála hans kemur meðal annars fram sú niðurstaða nefndarinnar að dómarinn Viðar Már Matthíasson hljóti að hafa talist vanhæfur þegar hann felldi dóm yfir Sigurjóni. Hliðstæð niðurstaða liggur fyrir í máli Sigríðar Elínar Sigfússdóttur; beiðni hennar um endurupptöku máls sem hún hlaut dóm í 8. október 2015 var samþykkt. Dómurinn sem Sigurjón hlaut, í Imon-máli svokölluðu, var þungur og hljóðaði upp á þriggja og hálfs árs fangelsisvist. Óskiljanlegur Sigurjóni þá er hann féll í október 2015.Viðar Már talinn vanhæfur Óumdeilt er að mati endurupptökunefndarinnar að Viðar Már „keypti hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu 8. mars til 26. september 2007 og nam verðmæti þeirra, á þeim dögum sem hann eignaðist bréfin, 14.753.256. kr. Verðmæti bréfanna tóku breytingum allt fram til þess tíma þegar bankinn var yfirtekinn af íslenska ríkinu, er þau urðu verðlaus. Miðað við síðasta skráða gengi bréfanna þann 3. október 2008 nam verðmæti fyrrgreindra hluta 8.518.692 kr.,“ segir í úrskurðinum.Að mati endurupptökunefndar voru hagsmunir Viðars Más slíkir vegna hlutabréfaeignar sinnar í Landsbankanum að ekki verður betur séð en hann hafi verið vanhæfur til að dæma í máli Sigurjóns.Og áfram: „Ljóst er samkvæmt framansögðu að fjárhagslegt tjón dómarans vegna kaupa hans á hlutafé í bankanum var því verulegt. Telja verður að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi verið slíkir að atvik eða aðstæður voru til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa, sbr. g-liður 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála. Breytir þá engu þótt nokkur tími hafi liðið frá því tjón dómarans varð og þar til hann dæmdi í málinu,“ segir í úrskurðinum.Hagsmunatengsl dómara Svo segir meðal annars í úrskurði nefndarinnar. Í reifun endurupptókubeiðanda, sem er Sigurjón, bent á að hagsmunir dómarans Eiríks Tómassonar vegna hlutabréfaeignar hans í Landsbankanum taldi vera þannig vaxnir að það hafi áhrif á hæfi hans. Þá segir að þrjú ólögráða börn hæstaréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar hafi átt hlutafé í Landsbanka Íslands hf. þann 3. október 2008, eða samtals 14.538 hluti.Hér má sjá dómara hæstaréttar eins og þeir birtast á vef dómsstólsins. Ætla má að hann sé í nokkrum bobba vegna niðurstöðu endurupptökunefndar. Í máli Sigurjóns dæmdu Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Helgi I. Jónsson, Viðar Már Matthíasson og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari.hæstiréttur„Markaðsverð hlutanna hafi verið samtals 884.079 kr. á þeim degi. Í öðru lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að gögnin sýni að dómarinn Gunnlaugur Claessen hafi átt hluti í bankanum, þvert á það sem hann hafði áður upplýst í svörum sínum við fyrirspurn um eignarhlut í bankanum.“ Í umræddu máli Sigurjóns dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Helgi I. Jónsson, Viðar Már Matthíasson og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari.Réttarríkið í bobba Málið allt er athyglisvert og þá ekki síst almennt sé litið til stöðu dómsstóla í samfélaginu en úrskurðurinn hlýtur að vekja upp spurningar sem snúa að réttarríkinu. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur rekið málið fyrir Sigurjón og hann segir það auðvitað svo vera. Og segir vafasamt hvernig þeir verjist í málinu, eins og sjá megi í úrskurðinum. „Að það sé svo langt um liðið síðan þeir voru hluthafar,“ segir Sigurður og týnir til eitt og annað sem honum þykir hæpin vörn dómaranna. „En, þarna eru persónulegir hagsmunir undir. Ég skildi aldrei af hverju þeir börðust svona harkalega gegn því að mega teljast vanhæfir.“ En, má þetta þá heita reiðarslag fyrir hið íslenska réttarkerfi í heild sinni?„Jújú, bæði þetta og niðurstaðan hjá mannréttindadómsstólnum í gær, í Al Thani-málinu. Þetta er vandi sem við búum við, þetta er svo lítið samfélag. Við getum varla mannað 65 dómarastöður á Íslandi. Þetta eru ekkert nema vinir og vandamenn og allir lögfræðingar giftir lögfræðingum og dómurum.“Sigurður segir að svo virðist sem Ísland sé of fámennt til að hér sé hægt að reka óhlutdræga dómstóla.visir/valliÞetta er heldur nöturleg staða sem þú lýsir? „Já, það er það. Og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir vinna úr þessu? Hvernig hæstiréttur verður skipaður þegar málið kemur þar fyrir? Ætla sömu dómarar að sitja í málinu aftur? Eru líkur til þess að maður hafi fengið dómsmeðferð hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómi? Óeðlilegt að sami dómur dæmdi málið aftur með kannski einhverjum tveimur nýjum. Það hlýtur að koma til þess að það þurfi að skipa sérstakan hæstarétt.“Allir sáu hrunið fyrir eftir á Sigurður segist ekki hafa hugmynd um hvernær mælið verður tekið fyrir, það sé ríkissaksóknara að koma málinu í réttan farveg. Þá liggi heldur ekkert fyrir um hugsanlegar skaðabótakröfur á þessu stigi. Nú snýst málið fyrst og síðast um að fá Sigurjón sýknaðan. Sigurður telur fráleitt að hann hafi verið dæmdur fyrir umboðssvið, það liggi algerlega fyrir að hann var að vinna með hag bankans í fyrirrúmi og starfaði út frá því og í þeirri trú að kerfið héldi. „Fyndið, en þarna voru menn eins og Sigurjón sakfelldir fyrir umboðssvik, að lána peninga og taka veð sem talin voru fullgild. En, á sama tíma lánaði Seðlabankinn gjaldeyrisforðann og menn hafa komist síðar að því að þau veð voru lítils virði. Og það réttlætt með því að þetta hafi verið svo erfiðir tímar,“ segir Sigurður og vitnar í Þórarinn Eldjárn, að allir hafi séð hrunið fyrir eftir á.
Dómstólar Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Sigurjón Árnason: „Alröng niðurstaða“ Sigurjón Þ. Árnason og undirmenn hans voru sakfelldir fyrir 5 viðskiptadaga af þeim 228 sem ákært var fyrir. 19. nóvember 2014 14:01 Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 Telur fordæmisgildi Imon-dómsins ótvírætt Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að Hæstiréttur fallist í langflestum atriðum á viðhorf ákæruvaldsins í Imon-málinu svokallaða. 9. október 2015 12:55 Sigurjón Árnason krefst endurupptöku Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans vill að tvö dómsmál gegn honum verði tekin upp að nýju. Telur dómara vanhæfa vegna hlutabréfaeignar í bönkunum sem féllu. 9. febrúar 2017 05:00 Mál Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétt Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur. 17. nóvember 2014 10:56 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Sigurjón Árnason: „Alröng niðurstaða“ Sigurjón Þ. Árnason og undirmenn hans voru sakfelldir fyrir 5 viðskiptadaga af þeim 228 sem ákært var fyrir. 19. nóvember 2014 14:01
Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35
Telur fordæmisgildi Imon-dómsins ótvírætt Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að Hæstiréttur fallist í langflestum atriðum á viðhorf ákæruvaldsins í Imon-málinu svokallaða. 9. október 2015 12:55
Sigurjón Árnason krefst endurupptöku Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans vill að tvö dómsmál gegn honum verði tekin upp að nýju. Telur dómara vanhæfa vegna hlutabréfaeignar í bönkunum sem féllu. 9. febrúar 2017 05:00
Mál Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétt Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur. 17. nóvember 2014 10:56
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent