Mál sem skipta máli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif á heimili og atvinnulíf í landinu bíður afgreiðslu. Ég bind miklar vonir við að þessi mál hljóti þó framgang á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins hafa lagt fram skattalækkanir, m.a. um lækkun erfðafjárskatts að hluta til niður í 5%. Þarna ráða meðal annars sanngirnissjónarmið enda hafa verðmætin sem mynda skattstofn erfðafjárskattsins verið skattlögð áður. Þá liggja fyrir tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annað um afnám stimpilgjalda á stærri skipum, sem er eina atvinnutækið sem enn ber stimpilgjald. Hitt er frumvarp um afnám stimpilgjalds einstaklinga við kaup á íbúðarhúsnæði, það munar um minna þegar fólk kaupir sér fasteign. Annað mál sem hefur áhrif á fasteignaverð er frumvarp sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðar- og verkamanna við húsbyggingar. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig lagt fram frumvörp sem er ætlað að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, auðvelda iðnnemum að sækja háskólanám, endurgreiða virðisaukaskatt til góðgerðar- og félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda auk þess sem lagt er til að þau félög sem eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Þá leggja þingmenn til frumvarp sem auðveldar kynslóðaskipti í atvinnurekstri, t.d. bújarða, og um lagningu vegar í gegnum Teigskóg. Þetta er ekki tæmandi listi en allt eru þetta mál sem snerta fólk. Þetta eru mál sem gera það að verkum að fólk heldur meira af sínu eigin fé, auðveldar uppbyggingu og starfsemi félaga, gefa fjölbreyttara námi meira vægi, hjálpa til við fasteignakaup og eða styrkja innviði samfélagsins í víðu samhengi. Þannig störfum við og þannig munum við starfa áfram.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun