Brauð og bjór í Bónus? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. júní 2019 20:39 Reglulega liggur fyrir Alþingi áfengisfrumvarp í einni eða annarri mynd sem miðar að því að auka sölu áfengis. Einnig liggur fyrir borgarstjórn tillaga Sjálfstæðismanna að borgarstjórn samþykki að hvetja Alþingi til að auka frelsi á áfengismarkaði. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi umræða hefst eins og hvort einhverjum finnist í alvöru að drukkið sé of lítið áfengi á Íslandi eða hvort okkur finnist sala áfengis of lítil eða hvort fólki finnist áfengi ekki nógu aðgengilegt? Spyrja má einnig hvort þetta sé mál málanna, jafnvel forgangsmál hjá einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum? Áfengislög eru í landinu og þetta mál er fyrst og fremst málefni þingsins en ekki borgarinnar. Það væri sérkennilegt ef borgaryfirvöld ættu frumkvæði að því að ýta við þinginu um að koma áfengi í hverfisverslanir eins og tillaga Sjálfstæðismanna í borginni gengur út á. Borgin sem ber ábyrgð á að annast og mennta börnin fer varla að hvetja til aukins aðgengis að áfengi?Skilaboð frá stjórnmálamönnum skipta máli Það er ekki ný saga að stjórnmálamenn stökkvi fram á sjónarsviðið með tillögur sem lúta að því aðauka aðgengi að vímugjöfum t.d. áfengi og kannabis. Skemmst er að minnast frumvarps fyrrverandi þingmanns Viðreisnar og núverandi borgarfulltrúa sama flokks að lögleiða kannabis. Nú er það tillaga Sjálfstæðismanna í borginni að vilja „vín í borg“ eins og þau orða það sjálf, eða áfengi í hverfisverslanir.En einn stjórnmálamaðurinn að þessu sinni Pírati tjáði sig nýverið um vímuefnamál samfélagsins og sagði það vera einhvern grundvallarmisskilning yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust. Þetta sagði hann í samhengi við umræðu um skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem rætt er um smygl glæpagengja á stórhættulegum efnum. Auðvitað vill samfélagið vera laust við slíkan ófögnuð! Við hvorki eigum né megum normalisera þessa hluti. Sem sálfræðingur með reynslu bæði að því að starfa í fangelsum landsins og á Stuðlum sem og áratuga reynslu af því að vinna með unglingum finnst mér tal um að vilja ekki vímulaust samfélag ábyrgðarlaust. Tillögur um að auka aðgengi að áfengi og kannabis eru að sama skapi ábyrgðalausar. Þetta eru ekki góð skilaboð til unglinga sem við viljum að fresti eins lengi og mögulegt er að byrja neyslu t.d. áfengis, ef þeir ætli sér þ.e.a.s. að neyta þess á annað borð. Í svona tillögum eru aldrei reifuð mótrök. Ekki er minnst orði á hagsmuni og velferð barna þegar hvatt er til að auka aðgengi að áfengi. Samfélagið verður aldrei vímulaust Samfélagið verður aldrei vímulaust en við getum ákveðið hvaða fyrirkomulag við viljum hafa með sölu vímugjafa og aðgengi að þeim. Það fyrirkomulag sem er núna er kannski bara ágætt. Það er engin nauðsyn að geta bæði keypt brauð og bjór í Bónus. Það eru nógu margar áfengisverslanir í Reykjavík og aðgengi að þeim er ágætt. Það er kannski heldur engin knýjandi þörf á því að styrkja hverfisverslanir sérstaklega með því að leyfa þeim að selja áfengi. Kaupmenn í hverfisverslunum mundu varla taka að sér að upplýsa kaupendur um skaðsemi áfengis eða rannsaka skaðsemi þess. Ungmenni sem starfa á kössunum geta varla borið ábyrgð á að spyrja um skilríki. Ekki rugga bátnum að óþörfu Ég er hrædd við að færa verslun áfengis í almennar verslanir, sama hvaða verslanir það eru hvað þá að lögleiða kannabis Ég eins og margir aðrir sem hafa tjáð sig um þessi má tel að með þessari breytingu á fyrirkomulagi eða lögleiðingu á kannbis muni þeim góða árangri sem við höfum náð í forvörnum; minnkandi unglingadrykkja og öðrum góðum árangri, vera stefnt í voða. Aukið aðgengi gæti leitt til aukinnar neyslu. Fyrir suma unglinga er áfengi fyrsta efni sem neytt er áður en farið er út í sterkara efni. Óhætt er að fullyrða að samfélagið vill vera laust við hættuleg efni sem m.a. glæpahringir flytja inn í landið. Margir foreldrar eru uggandi um velferð barna sinna þegar kemur að áfengi og vímuefnum og neyslu þeirra. Okkur ber að gæta orða okkar. Við sem erum í stjórnmálum eigum að vera góðar fyrirmyndir og ávallt að hafa hagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Okkar verkefni er að sinna forvörnum af kappi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim sem ánetjast áfengis- og vímuefnum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Reglulega liggur fyrir Alþingi áfengisfrumvarp í einni eða annarri mynd sem miðar að því að auka sölu áfengis. Einnig liggur fyrir borgarstjórn tillaga Sjálfstæðismanna að borgarstjórn samþykki að hvetja Alþingi til að auka frelsi á áfengismarkaði. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi umræða hefst eins og hvort einhverjum finnist í alvöru að drukkið sé of lítið áfengi á Íslandi eða hvort okkur finnist sala áfengis of lítil eða hvort fólki finnist áfengi ekki nógu aðgengilegt? Spyrja má einnig hvort þetta sé mál málanna, jafnvel forgangsmál hjá einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum? Áfengislög eru í landinu og þetta mál er fyrst og fremst málefni þingsins en ekki borgarinnar. Það væri sérkennilegt ef borgaryfirvöld ættu frumkvæði að því að ýta við þinginu um að koma áfengi í hverfisverslanir eins og tillaga Sjálfstæðismanna í borginni gengur út á. Borgin sem ber ábyrgð á að annast og mennta börnin fer varla að hvetja til aukins aðgengis að áfengi?Skilaboð frá stjórnmálamönnum skipta máli Það er ekki ný saga að stjórnmálamenn stökkvi fram á sjónarsviðið með tillögur sem lúta að því aðauka aðgengi að vímugjöfum t.d. áfengi og kannabis. Skemmst er að minnast frumvarps fyrrverandi þingmanns Viðreisnar og núverandi borgarfulltrúa sama flokks að lögleiða kannabis. Nú er það tillaga Sjálfstæðismanna í borginni að vilja „vín í borg“ eins og þau orða það sjálf, eða áfengi í hverfisverslanir.En einn stjórnmálamaðurinn að þessu sinni Pírati tjáði sig nýverið um vímuefnamál samfélagsins og sagði það vera einhvern grundvallarmisskilning yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust. Þetta sagði hann í samhengi við umræðu um skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem rætt er um smygl glæpagengja á stórhættulegum efnum. Auðvitað vill samfélagið vera laust við slíkan ófögnuð! Við hvorki eigum né megum normalisera þessa hluti. Sem sálfræðingur með reynslu bæði að því að starfa í fangelsum landsins og á Stuðlum sem og áratuga reynslu af því að vinna með unglingum finnst mér tal um að vilja ekki vímulaust samfélag ábyrgðarlaust. Tillögur um að auka aðgengi að áfengi og kannabis eru að sama skapi ábyrgðalausar. Þetta eru ekki góð skilaboð til unglinga sem við viljum að fresti eins lengi og mögulegt er að byrja neyslu t.d. áfengis, ef þeir ætli sér þ.e.a.s. að neyta þess á annað borð. Í svona tillögum eru aldrei reifuð mótrök. Ekki er minnst orði á hagsmuni og velferð barna þegar hvatt er til að auka aðgengi að áfengi. Samfélagið verður aldrei vímulaust Samfélagið verður aldrei vímulaust en við getum ákveðið hvaða fyrirkomulag við viljum hafa með sölu vímugjafa og aðgengi að þeim. Það fyrirkomulag sem er núna er kannski bara ágætt. Það er engin nauðsyn að geta bæði keypt brauð og bjór í Bónus. Það eru nógu margar áfengisverslanir í Reykjavík og aðgengi að þeim er ágætt. Það er kannski heldur engin knýjandi þörf á því að styrkja hverfisverslanir sérstaklega með því að leyfa þeim að selja áfengi. Kaupmenn í hverfisverslunum mundu varla taka að sér að upplýsa kaupendur um skaðsemi áfengis eða rannsaka skaðsemi þess. Ungmenni sem starfa á kössunum geta varla borið ábyrgð á að spyrja um skilríki. Ekki rugga bátnum að óþörfu Ég er hrædd við að færa verslun áfengis í almennar verslanir, sama hvaða verslanir það eru hvað þá að lögleiða kannabis Ég eins og margir aðrir sem hafa tjáð sig um þessi má tel að með þessari breytingu á fyrirkomulagi eða lögleiðingu á kannbis muni þeim góða árangri sem við höfum náð í forvörnum; minnkandi unglingadrykkja og öðrum góðum árangri, vera stefnt í voða. Aukið aðgengi gæti leitt til aukinnar neyslu. Fyrir suma unglinga er áfengi fyrsta efni sem neytt er áður en farið er út í sterkara efni. Óhætt er að fullyrða að samfélagið vill vera laust við hættuleg efni sem m.a. glæpahringir flytja inn í landið. Margir foreldrar eru uggandi um velferð barna sinna þegar kemur að áfengi og vímuefnum og neyslu þeirra. Okkur ber að gæta orða okkar. Við sem erum í stjórnmálum eigum að vera góðar fyrirmyndir og ávallt að hafa hagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Okkar verkefni er að sinna forvörnum af kappi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim sem ánetjast áfengis- og vímuefnum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar