Trump lofaði May viðskiptasamningi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 11:16 May og Trump við Downingstræti 10 í morgun. Vísir/EPA Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta á öðrum degi opinberrar heimsóknar hans á Bretlandi. Þar lofaði Trump Bretum viðamiklum viðskiptasamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. „Við munum gera mjög, mjög viðamikinn viðskiptasamning, það verður mjög sanngjarn samningur og ég held að það sé eitthvað sem við viljum bæði gera,“ sagði Trump við May. Kátínu vakti þegar Trump lagði til að May yrði um kyrrt og gengi frá samningnum með honum. May ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á föstudag en gegna embætti forsætisráðherra áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. May sagði að Bretland og Bandaríkin ættu að vinna saman að því að halda mörkuðum frjálsum, sanngjörnum og opnum, að því er segir í frétt Reuters.Trump-loftbelginn ber við Westminsterhöll.Vísir/EPATrump hitti konungsfjölskylduna í gær en í dag er búist við að hann hitti fleiri breska stjórnmálaleiðtoga, þar á meðal frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla gegn Trump víða um Bretland í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar að taka þátt í þeim í London. Loftbelgur í líki Trump sem smábarns í fýlukasti var sendur á loft við þinghúsið. „Við erum að reyna að minna forsetann á hversu óvelkominn hann er í þessu landi. Donald Trump er barnalegur, ómerkilegur, móðgandi. Hann er holdgervingur alls þessa. Þetta er ótrúlega viðeigandi leið til að bjóða hann velkominn,“ segir Leo Murray, einn þeirra sem gerði loftbelginn. Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta á öðrum degi opinberrar heimsóknar hans á Bretlandi. Þar lofaði Trump Bretum viðamiklum viðskiptasamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. „Við munum gera mjög, mjög viðamikinn viðskiptasamning, það verður mjög sanngjarn samningur og ég held að það sé eitthvað sem við viljum bæði gera,“ sagði Trump við May. Kátínu vakti þegar Trump lagði til að May yrði um kyrrt og gengi frá samningnum með honum. May ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á föstudag en gegna embætti forsætisráðherra áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. May sagði að Bretland og Bandaríkin ættu að vinna saman að því að halda mörkuðum frjálsum, sanngjörnum og opnum, að því er segir í frétt Reuters.Trump-loftbelginn ber við Westminsterhöll.Vísir/EPATrump hitti konungsfjölskylduna í gær en í dag er búist við að hann hitti fleiri breska stjórnmálaleiðtoga, þar á meðal frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla gegn Trump víða um Bretland í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar að taka þátt í þeim í London. Loftbelgur í líki Trump sem smábarns í fýlukasti var sendur á loft við þinghúsið. „Við erum að reyna að minna forsetann á hversu óvelkominn hann er í þessu landi. Donald Trump er barnalegur, ómerkilegur, móðgandi. Hann er holdgervingur alls þessa. Þetta er ótrúlega viðeigandi leið til að bjóða hann velkominn,“ segir Leo Murray, einn þeirra sem gerði loftbelginn.
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59