Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Nordicphotos/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira