Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:15 Frá slysstað í Eþíópíu. Nordicphotos/AFP Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira