Á fjórða tug Hells Angels-manna handteknir á afmælishátíð samtakanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 16:07 Fimmtíu ár eru frá því að Bretlands-deild Hells Angels var stofnuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Steve Thorne/Getty Þrjátíu og fjórir meðlimir bifhjólasamtakanna Hells Angels voru hafa verið handteknir í Sussex og Surrey á Englandi. Þúsundir meðlima sækja nú viðburð sem þar er haldinn til þess að halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því klúbburinn náði fótfestu í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að um þrjú þúsund bifhjólamenn taki þátt í herlegheitunum sem spanna þriggja daga tímabil. Fyrr í vikunni var lögreglunni á svæðinu veitt sérstakt leyfi til þess að stöðva fólk og leita á því innan ákveðins svæðis, í Sussex og Surrey, í þeim tilgangi að uppræta andfélagslega hegðun. Þeir þrjátíu og fjórir sem handteknir hafa verið eru ýmist grunaðir um fíkniefnalagabrot eða ólöglega vörslu skotvopna. Tólf manns hafa þegar verið ákærðir, fimm Þjóðverjar, þrír Ungverjar, auk Frakka, Tékka, Grikkja og Svisslendings. Sjö þeirra sem handteknir hafa fengið skilorðsbundna fangelsisdóma, á meðan aðrir fimm munu koma fyrir dómara í dag. Auk eru þrír í haldi lögreglu en öðrum hefur verði sleppt, ýmist með eða án aðvörunar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Surrey, Nev Kemp, sagði í samtali við Sky að þeim sem sækja viðburðinn hafi verið gert ljóst að lögreglan myndi ekki líða neina ólöglega eða andfélagslega hegðun. „Þessi helgi, þá sérstaklega laugardagurinn, hefur verið ein sú annasamasta sem þessi tvö lögregluumdæmi hafa upplifað síðastliðna tólf mánuði og við munum halda áfram að reyna að gæta öryggis íbúa og gesta svæðisins eftir fremsta megni.“ Afmælisviðburður Hells Angels í Bretlandi nær hámarki seinna í dag þar sem fjöldi gesta mun aka bifhjólum sínum frá þorpinu Pease Pottage til Brighton, en leiðin þar á milli er rúmir 33 kílómetrar. Bretland England Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þrjátíu og fjórir meðlimir bifhjólasamtakanna Hells Angels voru hafa verið handteknir í Sussex og Surrey á Englandi. Þúsundir meðlima sækja nú viðburð sem þar er haldinn til þess að halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því klúbburinn náði fótfestu í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að um þrjú þúsund bifhjólamenn taki þátt í herlegheitunum sem spanna þriggja daga tímabil. Fyrr í vikunni var lögreglunni á svæðinu veitt sérstakt leyfi til þess að stöðva fólk og leita á því innan ákveðins svæðis, í Sussex og Surrey, í þeim tilgangi að uppræta andfélagslega hegðun. Þeir þrjátíu og fjórir sem handteknir hafa verið eru ýmist grunaðir um fíkniefnalagabrot eða ólöglega vörslu skotvopna. Tólf manns hafa þegar verið ákærðir, fimm Þjóðverjar, þrír Ungverjar, auk Frakka, Tékka, Grikkja og Svisslendings. Sjö þeirra sem handteknir hafa fengið skilorðsbundna fangelsisdóma, á meðan aðrir fimm munu koma fyrir dómara í dag. Auk eru þrír í haldi lögreglu en öðrum hefur verði sleppt, ýmist með eða án aðvörunar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Surrey, Nev Kemp, sagði í samtali við Sky að þeim sem sækja viðburðinn hafi verið gert ljóst að lögreglan myndi ekki líða neina ólöglega eða andfélagslega hegðun. „Þessi helgi, þá sérstaklega laugardagurinn, hefur verið ein sú annasamasta sem þessi tvö lögregluumdæmi hafa upplifað síðastliðna tólf mánuði og við munum halda áfram að reyna að gæta öryggis íbúa og gesta svæðisins eftir fremsta megni.“ Afmælisviðburður Hells Angels í Bretlandi nær hámarki seinna í dag þar sem fjöldi gesta mun aka bifhjólum sínum frá þorpinu Pease Pottage til Brighton, en leiðin þar á milli er rúmir 33 kílómetrar.
Bretland England Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira