Íslenskan í athugasemdakerfum Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Fréttir bárust af því í vikunni að olíufélögin N1 og Olís hefðu gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Var þetta gert vegna þess fjölda Íslendinga sem á það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Athugasemdakerfi miðlanna loguðu og sýndu fram á nauðsyn skiltanna: „Þegar ég kaupi vöru og þjónustu á Íslandi, er ég ekki kominn til að æfa mig í þýzku, frönsku, ensku eða spænsku.“ – „Lámark [sic] að fá að tala sitt eigið tungumál og að afgreiðslufólk tali Íslensku [sic].“ – „Ég sniðgeng fyrirtæki sem eru með fólk sem talar ekki íslensku.“Tungumál í samkeppni Ég bý í Englandi ásamt manni og tveimur börnum. Eins og margir íslenskir foreldrar sem búa erlendis hélt ég í einfeldni minni að börnin yrðu fyrirhafnarlaust jafnvíg á íslensku og ensku. En þvert á það sem ég hafði heyrt verða börn ekki sjálfkrafa tvítyngd. Þótt báðir foreldrar á heimilinu séu íslenskir, tali alltaf íslensku, lesi fyrir börnin á íslensku og hrifsi daglega af þeim Netflix-fjarstýringuna og neyði þau til að horfa á rispaðan DVD-disk með Skoppu og Skrítlu er enskan þeim tamari. Tungumál í lífi tvítyngdra barna eiga í stöðugri samkeppni. Tungumálið sem er ríkjandi í umhverfi þeirra – tungumálið sem er talað í skólanum, sem vinirnir tala og þau heyra í sjónvarpinu – nær oft yfirhöndinni. Í fjölmenningarsamfélögum eins og í London eru gjarnan starfræktir sérstakir skólar um helgar þar sem börn sem eiga sér annað móðurmál en ensku geta hist, spjallað og lært að lesa og skrifa á móðurmáli sínu. Nýverið söfnuðust foreldrar íslenskra barna í London saman til að kanna áhugann á að koma á fót íslenskum helgarskóla hér í borg. Undirtektirnar voru miklar og var strax hafist handa við undirbúning. Að mörgu er að huga. Finna þarf ódýrt húsnæði í einni dýrustu borg í heimi, sækja um tilskilin leyfi, ráða kennara og sækja um styrki svo halda megi kostnaði í lágmarki fyrir fjölskyldur. Til að fá yfirsýn yfir hve mörg börn hygðust sækja skólann og hvar í borginni þau byggju svo að finna mætti staðsetningu sem hentaði sem flestum var útbúin þar til gerð vefkönnun. Íslenska sendiráðið í London deildi könnuninni á Facebook-síðu sinni. Ekki er hægt að segja að ein af fyrsta athugasemdunum við Facebook-færsluna um framtakið hafi einkennst af eldmóði: „Er þessi auglýsing bara á ensku?“ Þjóðrembingur og minnimáttarkennd Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: „NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ Við vitum að íslenskan á undir högg að sækja. Flest erum við sammála um að mikilvægt sé að varðveita hana. En íslenskunni stafar engin ógn af röngum framburði eða einstaka stafsetningarvillu. Íslenskunni stafar engin ógn af þágufallssýki, nokkrum enskuslettum eða starfsmanni í N1 í Borgarnesi sem talar hana ekki. Íslenskunni stafar engin ógn af sjálfboðaliða í London sem ver frítíma sínum í að útbúa eyðublað á ensku svo að íslensk börn í London sem eiga erlent foreldri sem ekki les íslensku fái líka að vera með í íslenskuskólanum. Íslenskunni stafar hins vegar ógn af þóttafullum ruddum sem, útbelgdir af þjóðrembingi og þjakaðir af minnimáttarkennd, nota íslenska tungu til að berja sér á brjóst, upphefja sjálfa sig með því að gera lítið úr öðrum og kæfa í leiðinni löngun og ákafa annarra til að tileinka sér hana, nota hana og leika sér að henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fréttir bárust af því í vikunni að olíufélögin N1 og Olís hefðu gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Var þetta gert vegna þess fjölda Íslendinga sem á það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Athugasemdakerfi miðlanna loguðu og sýndu fram á nauðsyn skiltanna: „Þegar ég kaupi vöru og þjónustu á Íslandi, er ég ekki kominn til að æfa mig í þýzku, frönsku, ensku eða spænsku.“ – „Lámark [sic] að fá að tala sitt eigið tungumál og að afgreiðslufólk tali Íslensku [sic].“ – „Ég sniðgeng fyrirtæki sem eru með fólk sem talar ekki íslensku.“Tungumál í samkeppni Ég bý í Englandi ásamt manni og tveimur börnum. Eins og margir íslenskir foreldrar sem búa erlendis hélt ég í einfeldni minni að börnin yrðu fyrirhafnarlaust jafnvíg á íslensku og ensku. En þvert á það sem ég hafði heyrt verða börn ekki sjálfkrafa tvítyngd. Þótt báðir foreldrar á heimilinu séu íslenskir, tali alltaf íslensku, lesi fyrir börnin á íslensku og hrifsi daglega af þeim Netflix-fjarstýringuna og neyði þau til að horfa á rispaðan DVD-disk með Skoppu og Skrítlu er enskan þeim tamari. Tungumál í lífi tvítyngdra barna eiga í stöðugri samkeppni. Tungumálið sem er ríkjandi í umhverfi þeirra – tungumálið sem er talað í skólanum, sem vinirnir tala og þau heyra í sjónvarpinu – nær oft yfirhöndinni. Í fjölmenningarsamfélögum eins og í London eru gjarnan starfræktir sérstakir skólar um helgar þar sem börn sem eiga sér annað móðurmál en ensku geta hist, spjallað og lært að lesa og skrifa á móðurmáli sínu. Nýverið söfnuðust foreldrar íslenskra barna í London saman til að kanna áhugann á að koma á fót íslenskum helgarskóla hér í borg. Undirtektirnar voru miklar og var strax hafist handa við undirbúning. Að mörgu er að huga. Finna þarf ódýrt húsnæði í einni dýrustu borg í heimi, sækja um tilskilin leyfi, ráða kennara og sækja um styrki svo halda megi kostnaði í lágmarki fyrir fjölskyldur. Til að fá yfirsýn yfir hve mörg börn hygðust sækja skólann og hvar í borginni þau byggju svo að finna mætti staðsetningu sem hentaði sem flestum var útbúin þar til gerð vefkönnun. Íslenska sendiráðið í London deildi könnuninni á Facebook-síðu sinni. Ekki er hægt að segja að ein af fyrsta athugasemdunum við Facebook-færsluna um framtakið hafi einkennst af eldmóði: „Er þessi auglýsing bara á ensku?“ Þjóðrembingur og minnimáttarkennd Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: „NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ Við vitum að íslenskan á undir högg að sækja. Flest erum við sammála um að mikilvægt sé að varðveita hana. En íslenskunni stafar engin ógn af röngum framburði eða einstaka stafsetningarvillu. Íslenskunni stafar engin ógn af þágufallssýki, nokkrum enskuslettum eða starfsmanni í N1 í Borgarnesi sem talar hana ekki. Íslenskunni stafar engin ógn af sjálfboðaliða í London sem ver frítíma sínum í að útbúa eyðublað á ensku svo að íslensk börn í London sem eiga erlent foreldri sem ekki les íslensku fái líka að vera með í íslenskuskólanum. Íslenskunni stafar hins vegar ógn af þóttafullum ruddum sem, útbelgdir af þjóðrembingi og þjakaðir af minnimáttarkennd, nota íslenska tungu til að berja sér á brjóst, upphefja sjálfa sig með því að gera lítið úr öðrum og kæfa í leiðinni löngun og ákafa annarra til að tileinka sér hana, nota hana og leika sér að henni.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun