Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:00 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að stefnt sé að því að Helliheiðarvirkjun verði sporlaus sem þýðir að engin mengandi efni komi til með að berast frá virkjuninni. vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira