Trúverðug sönnunargögn benda til að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og fleiri háttsettir embættismenn hafi verið persónulega ábyrgir að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi.
Þetta er niðurstaða sérstaks rannsakenda Sameinuðu þjóðanna, Agnes Callamard, sem birti skýrslu sína um morðið í dag.
Í frétt BBC kemur fram að Callamard segi að sönnunargögnin ýti undir að ráðist verði í frekari rannsókn sjálfstæðs og óháðs aðila á morðinu.
Khashoggi var ráðinn bani af sádi-arabískum útsendurum á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október á síðasta ári. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hafnað því að farið hafi verið eftir skipunum frá krónprinsinum Mohammed bin Salman.
Alls hafa ellefu manns verið dregnir fyrir dóm fyrir luktum dyrum í Sádi-Arabíu vegna málsins. Hafa saksóknarar farið fram á dauðadóm yfir fimm þeirra.
Callamard segir hins vegar að réttarhöldin standist ekki alþjóðlegar kröfur og hvetur til þess að þau þeim verði hætt.

