Að milda niðursveifluna Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun